Innlent

Sprengiefni stolið

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Um 300 kg af dýnamíti var stolið úr sprengiefnagám 6. október síðastliðinn. Gámurinn stendur í Þormóðsdal ofan við Hafravatn.

Þjófarnir notuðu logsuðutæki til að komast inn í gáminn, en auk dýnamítsins höfðu þeir á brott um 100 kg af sprengikjarna.

Rannsókn málsins hefur ekki borið árangur enn sem komið er. Þýfið er því ófundið, en varsla þess er stórhættuleg.

Lögregla biður alla þá er kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband við lögreglu í síma 4441000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×