Innlent

Skemmdarvargur á Seltjarnarnesi

Skemmdarvargur gekk um götur Seltjarnarnes í nótt og skar á dekk tuga bíla. Tjónið getur hlaupið á hundruðum þúsunda segir starfsmaður á dekkjaverkstæðinu Nesdekk, en brjálað var að gera þar í morgun.

Það var dökkt um að lítast á Seltjarnarnesinu í morgun. Sumir nýttu daginn í útihlaup með i-podinn í eyrunum en aðrir þurftu að byrja daginn á því að skipta um dekk.

Þessir tveir herramenn hömuðust við að tjakka upp jeppann á heimilinu. Því búið var að stinga á afturdekkið, vinstra megin. Og það voru fleiri en þessir sem þurftu að glíma við gúmmíið.

Starfsmenn Nesdekk áttu allt annað en rólegan laugardag í vinnunni.

Einar Guðmundsson, rekstrarstjóri Nesdekk, segist hafa reynt að senda menn á staðinn til þess að sækja bíla, sem flestir eru í dýrari kantinum. Allt upp í tuttugu tommu dekk, sem geta kostað hundrað þúsund kall stykkið. Og það er mikill kostnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×