Innlent

Æskulýðsstarf fyrir bí vegna nýrra reglna

Djákni í grafarvogskirkju segir það sárt að sjá eftir því æskulýðsstarfi sem fellur niður vegna nýrra reglna Reykjavíkurborgar sem setja samskiptum skóla og trúfélaga miklar skorður.

Þessar nýju reglur borgarinnar kveða á um að trúfélög megi hvorki stunda starfsemi sína innan veggja skóla né á starfstíma frístundaheimila. Þess vegna getur Grafarvogskirkja nú ekki boðið upp á 6-9 ára starf í frístundaheimili borgarinnar.

Gunnar segir mikla áherslu hafa verið lagða á að byggja upp öflugt barna- og æskulýðsstarf í Grafarvogi allt frá því að söfnuðurinn var stofnaður. Starfið þurfi nú hins vegar nýtt húsnæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×