Innlent

Trompaðist í sjúkrabíl

Ung stúlka missti gersamlega stjórn á sér í sjúkrabíl í nótt, sló til sjúkraflutningamanna og sparkaði í lögreglumenn.

Lögreglan fékk tilkynningu um að stúlkan lægi í krampakasti á Lækjartorgi um hálfþrjú leytið í nótt. Þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn var hún nær meðvitundarlaus. Hún var sett á börur og færð inn í sjúkrabíl. Þar komst hún til miðvitundar og missti í kjölfarið alveg stjórn á sér. Eftir nokkur átök var ákveðið að færa hana í fangageymslur.

Ekki liggur enn fyrir hvað olli krampakasti og meðvitundarleysi stúlkunnar, en lögregla ber að ekki hafi verið sérstök áfengislykt af henni.

Þar fyrir utan var tilkynnt um tvær líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þær virðast, að sögn lögreglu, hafa verið tilefnislausar. Þá voru þrír teknir fyrir ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×