Innlent

Dagur Leifs Heppna

Stytta af Leifi Heppna í Skólavörðuholtinu. Myndin er tekin á árunum 1955-1965.
Stytta af Leifi Heppna í Skólavörðuholtinu. Myndin er tekin á árunum 1955-1965. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Í dag er dagur Leifs Eiríkssonar eða Leifs Heppna sem talinn er hafa fundið Ameríku árið þúsund, fimm hundruð árum áður en Kristófer Kólumbus kom þangað.

Lengi hafa menn velt fyrir sér hvort Leifur hafi verið Íslendingur eða norðmaður en níundi Október er ekkert sérstaklega tengdur atburði í lífi Leifs.

Hann var valinn sem dagur Leifs heppna vegna þess að þennan dag árið 1825 kom skipið Restauration til New York eftir þriggja mánaða siglingu frá Stafangri í Noregi, með 52 farþega innanborðs. Þetta var fyrsta skipulagða ferðin frá Skandinavíu til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×