Innlent

Bátur í vanda

Björgunarskipið Húnabjörg.
Björgunarskipið Húnabjörg.
Stjórnstöð siglinga fékk tilkynningu lítinn bát sem var í vandræðum um fjögurleytið í nótt. Aðeins einn maður var um borð og hafði hann ætlað að sigla bátnum frá Norðurfirði til Skagastrandar.

Þegar hann kom út á flóann lenti hann í leiðindaveðri, dæla bilaði og stjór kom inn í vélarúmið. Björgunarbáturinn Húnabjörg á Skagaströnd var sendur honum til aðstoðar og dró hann að bryggju á Skagaströnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×