Innlent

Varar við ísingu á vegum

Mynd/GVA
Vegagerðin varar við ísingu á vegum á Norður- og Norðvesturlandi í dag. Vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát og fylgja þeim merkingum sem uppi eru.

Í dag mun vindur snúast upp í norður-átt og kólna ákveðið. Færðin versnar fyrst á fjallvegum en í byggðum eftir því sem á líður.

Gert er ráð fyrir éljagangi á Vestfjörðum síðar í dag. Vestantil á Norðurlandi versnar veður um hádegi með snjómuggu krapi. Þetta á m.a. við um Holtavörðuheiði.

Í Skagafirði og Eyjafirði er reiknað með nokkuð dimmri hríð síðdegis, en lagast í kvöld.

Á Vestfjörðum er snjóþekja og hálka á fjallvegum. Á Norðurlandi eru hálkublettir á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Á Norðausturlandi er hálka á Hellisheiði eystri. Á Vestur-, Suður-, Suðaustur- og Austurlandi eru vegir greiðfærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×