Innlent

Söfnun SEM skilar milljónum

Hér getur að líta húsnæði SEM-samtakanna við Sléttuveg 3.
Hér getur að líta húsnæði SEM-samtakanna við Sléttuveg 3. Mynd/sem.is
Landssöfnun SEM samtakanna hefur skilað 19 milljónum í peningum og 6 milljónum í vinnuframlagi og gjöfum. Söfnunin fór fram í beinni útsendingu Stöðvar 2 á föstudagskvöldið síðasta.

Ragnheiður Davíðsdóttir, talsmaður SEM-samtakanna, er að vonum ánægð með söfnunina. Hún segist þó hafa saknað hærri framlaga frá fjármálafyrirtækjum landsins. „Svona í ljósi þess hvað þau standa vel hefði mér fundist það við hæfi,“ segir Ragnheiður.

Hún bætir við að öryrki sem býr í húsinu hafi gefið hærri fjárhæð en fjármálafyrirtækin. „Hann gaf 100.000 krónur af sínum örorkubótum. Það snerti hjörtu okkar allra.“

Samtök Endurhæfðra Mænuskaddaðara (SEM) hleypti söfnuninni af stokknum í því skyni að fjármagna viðgerðir á húsnæði samtakanna. „Við erum afar þakklát þjóðinni fyrir að bregðast svona vel við beiðni okkar," sagði Haraldur Sigþórsson, formaður Húsnæðisfélags SEM samtakanna.

Þess má geta að söfnunarsímanúmerin verða opin fram  á mánudagskvöld en þau eru 904-1001, 904-1003 og 904-1005. Þá er einnig hægt að leggja  beint inn á reikning SEM samtakanna; 323-26-96 kt. 570190-2889.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×