Innlent

Rangt staðið að styrk til Háskólans

Kristján Þór Júlíusson er þingmaður Sjálfsstæðisflokksins.
Kristján Þór Júlíusson er þingmaður Sjálfsstæðisflokksins. Mynd/Kristján Kristjánsson
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd gagnrýnir hvernig staðið er að fyrirhugaðri aukafjárveitingu til Háskóla Íslands. Framlögin komi ekki fram í fjárlagafrumvarpi sem aðeins er nokkurra daga gamalt. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Kristján Þór Júlíusson segir 1,5 milljarðs króna aukafjárveitingu til Háskóla Íslands sem Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti um í gær ekki vera unna í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins. Samkvæmt lögunum á að gera ráð fyrir öllum fyrirsjáanlegum útgjöldum í fjárlögum hvers árs. Í fjárlögum næsta árs sem lögð voru fyrir Alþingi fyrir nokkrum dögum er hins vegar hvergi minnst á aukin fjárlát til Háskóla Íslands.

„Ég er náttúrlega ánægður með það að Háskóla Íslands sé veittur stuðningur," segir Kristján en bendir á mikilvægi þess að vinna þann stuðning í réttu samræmi við gildandi lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×