Innlent

Starfshópur fundar um kjör lögreglumanna í dag

Mynd/Daníel
Starfshópur fulltrúa forsætis- innanríkis- og fjármálaráðuneyta annarsvegar og sanmninganefnd lögreglumanna hinsvegar, til að finna lausn á deilum um kjör lögreglumanna, kemur saman til fyrsta fundar í dag.

Ákvörðum um skipun starfshópsins var tekin á fundi forsvarsmanna Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra í tengslum við fjölmenna mótmælagönu lögreglumanna í gær. Ekki hefur verið upp gefið um leiðir, sem ræddar verða, og eftir því sem næst verður komist hefur hópnum ekki verið sett tímamörk um að skila tillögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×