Erlent

Braust inn til fyrrverandi eiginmannsins og stal ketti kærustunnar

Köttur. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Köttur. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Fyrrverandi eiginkona þingmanns í Birmingham í Bretlandi var dæmd á dögunum fyrir að hafa brotist inn til kærustu þingmannsins.

Konan, sem heitir  Christine Hemming, og er 53 ára gömul, braust ekki aðeins inn heldur stal hún kettinum Beauty, sem kærastan átti. Atvikið átti sér stað þremur dögum eftir að Hemming og þingmaðurinn skildu.

Hemming neitaði öllum sakargiftum fyrir rétti en var í raun gripin í bólinu því eftirlitsmyndavél skrásetti glæpinn nokkuð nákvæmlega. Þannig mátti sjá Hemming skríða inn í íbúðinni og að lokum taka köttinn og fara með hann út úr húsinu.

Sjálf heldur Hemming því fram að hún hafi farið á heimilið til þess að skilja eftir bréf til fyrrverandi eiginmannsins.

Ekkert hefur spurst til kattarins síðan Hemming braust inn. Dómari mun ákveða refsingu  síðar í mánuðinum samkvæmt fréttastofu Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×