Enski boltinn

Kolo snýr aftur í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolo Toure.
Kolo Toure.
Kolo Toure, varnarmaður Man. City, snýr væntanlega aftur á völlinn í kvöld eftir sex mánaða leikbann sem hann fékk fyrir að nota ólögleg efni.

Toure er æstur í að sýna öllum að hann hafi nýtt tímann vel og sé meira en tilbúinn í slaginn á nýjan leik. City spilar gegn Birmingham í deildarbikarnum í kvöld.

"Ég hef styrkst mikið á þessari reynslu og nú þarf ég að einblína á framtíðina. Það er ekki hægt að festast í fortíðinni," sagði Toure.

"Það skiptir öllu að komast aftur út á völlinn. Fólk veit að ég er enginn svindlari. Ég var óheppinn að falla á lyfjaprófi en hef hlotað mikinn stuðning."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×