Erlent

Hvetja fólk á Íslandi til að mótmæla aftöku fanga

„Ekki leyfa Georgíu að taka saklausan mann af lífi. Bjargið Troy Davis,“ segir þessi stuðningsmaður fangans.
„Ekki leyfa Georgíu að taka saklausan mann af lífi. Bjargið Troy Davis,“ segir þessi stuðningsmaður fangans. mynd/afp
Íslandsdeild Amnesty International hvetur fólk til að mótmæla yfirvofandi aftöku Troy Davis fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan fjögur í dag. Davis var dæmdur til dauða árið 1991 fyrir morð á lögreglumanni og verður tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Georgíufylki í kvöld.

Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og sjö af níu vitnum, sem dómurinn yfir honum byggði á, hafa dregið framburð sinn til baka. Stuðningsmenn hans hafa bent á að ekkert skotvopn hafi fundist og þá sýna engin DNA-gögn fram á sekt hans.

Hundruð þúsunda manna hafa sýnt Davis stuðning sinn á meðan hann hefur setið á dauðadeild og krafist þess að hann yrði ekki tekinn af lífi.

Hann verður tekinn af lífi á miðnætti á íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×