Heimir Guðjónsson: Fórum of seint af stað í sumar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 25. september 2011 19:13 Heimir Guðjónsson þjálfari FH. Mynd/Daníel Heimir Guðjónsson þjálfari FH sá lið sitt tryggja Evrópusæti að ári með 4-2 sigri á ÍBV í kvöld en fögnuðurinn í leikslok var enginn í ljósi þess að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta var góður sigur en ég vil nota tækifærið og óska KR til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og þá sérstaklega þjálfaranum Rúnari Kristinssyni með frábæran árangur. KR vann þetta verðskuldað. Þeir spiluðu bæði skemmtilegan og árangursríkan fótbolta,“ sagði Heimir. „Við byrjuðum þennan leik illa. Við vorum hægir og langt á eftir og ekki nógu nálægt mönnunum okkar. Þeir komust verðskuldað yfir en við unnum okkur hægt og bítandi inn í leikinn og spiluðum vel þegar leið á fyrri hálfleikinn. Svo fannst mér við töluvert betri í seinni hálfleik og unnum þennan leik sanngjarnt,“ sagði Heimir en FH fór í gegnum allt tímabilið án þess að tapa leik á heimavelli. „Við viljum hafa það þannig að lið sem koma hingað á þennan völl að þau eigi ekki að ganga að neinu vísu og það hefur gengið ágætlega í sumar þó svo sem að það hafi komið tveir þrír leikir sem maður er ekki ánægður með. Við fórum of seint af stað og verðum að læra af því og koma betur tilbúnir á næsta ári,“ en slök byrjun varð FH einnig að falli á síðasta tímabili. „Við vorum með ákveðnar lausnir til að laga það en því miður þá gekk það ekki eftir.“ „Það var forsenda að tryggja þetta Evrópusæti, nú erum við komnir í annað sætið og auðvitað reynum við að klára mótið með sæmd á laugardaginn. Það skiptir miklu máli að klára tímabilið vel og vera ekki að kasta til hendinni í síðasta leik. Við þurfum að gera það. Ég hef alltaf metið það þannig að alvöru menn fara í knattspyrnuleik, mæta á svæðið til að vinna,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson þjálfari FH sá lið sitt tryggja Evrópusæti að ári með 4-2 sigri á ÍBV í kvöld en fögnuðurinn í leikslok var enginn í ljósi þess að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta var góður sigur en ég vil nota tækifærið og óska KR til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og þá sérstaklega þjálfaranum Rúnari Kristinssyni með frábæran árangur. KR vann þetta verðskuldað. Þeir spiluðu bæði skemmtilegan og árangursríkan fótbolta,“ sagði Heimir. „Við byrjuðum þennan leik illa. Við vorum hægir og langt á eftir og ekki nógu nálægt mönnunum okkar. Þeir komust verðskuldað yfir en við unnum okkur hægt og bítandi inn í leikinn og spiluðum vel þegar leið á fyrri hálfleikinn. Svo fannst mér við töluvert betri í seinni hálfleik og unnum þennan leik sanngjarnt,“ sagði Heimir en FH fór í gegnum allt tímabilið án þess að tapa leik á heimavelli. „Við viljum hafa það þannig að lið sem koma hingað á þennan völl að þau eigi ekki að ganga að neinu vísu og það hefur gengið ágætlega í sumar þó svo sem að það hafi komið tveir þrír leikir sem maður er ekki ánægður með. Við fórum of seint af stað og verðum að læra af því og koma betur tilbúnir á næsta ári,“ en slök byrjun varð FH einnig að falli á síðasta tímabili. „Við vorum með ákveðnar lausnir til að laga það en því miður þá gekk það ekki eftir.“ „Það var forsenda að tryggja þetta Evrópusæti, nú erum við komnir í annað sætið og auðvitað reynum við að klára mótið með sæmd á laugardaginn. Það skiptir miklu máli að klára tímabilið vel og vera ekki að kasta til hendinni í síðasta leik. Við þurfum að gera það. Ég hef alltaf metið það þannig að alvöru menn fara í knattspyrnuleik, mæta á svæðið til að vinna,“ sagði Heimir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti