Erlent

Unga fólkið líklegra til að taka veikindafrí

Ný rannsókn í Bretlandi leiðir í ljós að starfsmenn undir þrítugu eru mun líklegri til þess að hringja sig inn veika en kollegar þeirra sem komnir eru yfir fimmtugt.

Rannsóknin leiðir einnig í ljós að ungt fólk er mun líklegra til þess að nýta sér veikindafrí sitt til þess að ná sér af stressi, þreytu eða sleni, en eldri starfsmenn segja þessar ástæður ekki nægar til þess að vera heima. Næstum einn af hverjum fimm á aldrinum 18 til 29 ára í rannsókninni viðurkennir að hafa hringt sig inn veikan þegar í raun hafi verið um þynnku að ræða en áttatíu og fimm prósent þeirra sem komnir eru yfir fimmtugt segja að þeir tilkynni sig aðeins veika þegar þeir komist ekki fram úr rúminu.

Þrjúþúsund manns tóku þátt í rannsókninni og þeir sem að henni standa segja að hátt hlutfall veikindadaga hjá yngri hópnuim bendi til að ungt fólk lifi óheilbrigðara líferni en þeir sem eldri eru.

Yngra fólkið er mun líklegra til þess að borða skyndibita og helmingi ólíklegra til þess að innbyrða ráðlagðan dagskammt af ávöxtum og grænmeti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×