Erlent

Sprengdu gasleiðslu sem liggur til Ísraels

Mynd/AFP
Hluti leiðslunnar sem flytur gas frá Egyptalandi til Ísrael og Jórdan var sprengd upp í nótt. Sjónarvottar segja við fréttastofu BBC að þrír menn hafi komið að dælustöð og hafið skothríð. Kviknað hafi í stöðinni og hún síðan sprungið í loft upp.

Gasleiðslan hefur verið harðlega gagnrýnd af heittrúuðum íslamistum í Egyptalandi sem vilja ekki að landið sjái Ísraelum fyrir gasi. Eftir að Mubarak forseti hrökklaðist frá völdum hefur árásum á leiðsluna fjölgað til muna. Óvíst er hvenær hægt verður að nota leiðsluna á ný en í svipaðri árás í febrúar stöðvaðist gasútflutningur í mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×