Erlent

Polanski tók loks við verðlaunum í Sviss

Roman Polanski getur nú um frjálst höfuð strokið í Sviss.
Roman Polanski getur nú um frjálst höfuð strokið í Sviss. Mynd/AP
Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski tók í gær við heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar á kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss. Polanski mætti reyndar tveimur árum of seint til þess að taka við verðlaununum en hann var handtekinn á leið sinni á hátíðina árið 2009 vegna þess að hann er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að sænga með barnungri stúlki árið 1977.

Við tók nokkurra mánaða fangavist, mest í stofufangelsi raunar, en að lokum vann hann málið og var ekki framseldur. Hann getur nú farið frjáls ferða sinna um Sviss og þegar hann tók við verðlaununum í gær sagði hann: Betra seint en aldrei. Bandarísk yfirvöld hugsa sennilega á svipuðum nótum í hans garð því enn er hann eftirlýstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×