Uppsagnir í Arion Banka 12. september 2011 20:30 57 starfsmönnum Arion Banka var sagt upp störfum í dag. Bankastjórinn segir aðgerðirnar eiga sér langan aðdraganda en núna hafi verið rétti tíminn til að lækka kostnað í bankanum þar sem vinna við úrlausnir og endurskipulagningu hafa dregist saman. Dagurinn í dag var erfiður fyrir starfsfólk í höfuðstöðvum Arion Banka en 38 fengu afhent uppsagnarbréf í morgun auk 19 á öðrum starfsstöðvum bankans. Starfsmennirnir störfuðu á öllum sviðum bankans en flestir voru á rekstrarsviði og viðskiptabankasviði. „Þetta hefur átt sér nokkurn aðdraganda. Við höfum verið að vinna í að endurskipuleggja bankann um nokkurt missera skeið. Það er í raun og veru ár síðan að við komumst að því að það þyrfti að fækka starfsfólki í grunnstarfsemi bankans um sirka hundrað mann," segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion Banka. Hann segir að á undanförnu ári hafi starfsfólki fækkað um 30 og nú hafi þeir því miður þurft að grípa til þess úrræðis að segja fólki upp. Þá hefur mikil vinna undanfarið farið í úrlausnarverkefni fyrirtækja og einstaklinga. Höskuldur segir þá vinnu einfaldlega vera að dragast saman. Það sé kominn tími til að endurskipuleggja bankann og laga skipulagið meira að framtíðarþörfum. Hagnaður Arion Banka fyrstu sex mánuði ársins voru 10,2 milljarðar króna en Höskuldur segir hagnaðinn aðallega vera vegna einskiptis uppfærslu á eignum en grunnrekstur sé ekki að skila því sem skyldi. „Við höfum möguleikann að bíða og sjá. Okkur finnst það ekki vera möguleiki. Við þurfum að taka á málunum eins og þau horfa við okkur. Kostnaðurinn í bankanum er of hár, það er að verða þessi breyting í viðfangsefnum bankans og okkur finnst núna rétti tíminn," segir Höskuldur. Höskuldur telur rekstur íslenska fjármálakerfisins of kostnaðarsaman en það sé að hluta til vegna þessa stóru verkefna sem unnið hefur verið að. Bankinn hafi lokið þeim verkefnum að miklu leyti á undan öðrum fjármálastofnunum. „Eins og við horfum á þetta núna þá teljum við að við séum komin á þann stað sem að við viljum vera. Nú er bara að fara áfram með bankann eins og að hefur verið stefnt," segir hann að lokum. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
57 starfsmönnum Arion Banka var sagt upp störfum í dag. Bankastjórinn segir aðgerðirnar eiga sér langan aðdraganda en núna hafi verið rétti tíminn til að lækka kostnað í bankanum þar sem vinna við úrlausnir og endurskipulagningu hafa dregist saman. Dagurinn í dag var erfiður fyrir starfsfólk í höfuðstöðvum Arion Banka en 38 fengu afhent uppsagnarbréf í morgun auk 19 á öðrum starfsstöðvum bankans. Starfsmennirnir störfuðu á öllum sviðum bankans en flestir voru á rekstrarsviði og viðskiptabankasviði. „Þetta hefur átt sér nokkurn aðdraganda. Við höfum verið að vinna í að endurskipuleggja bankann um nokkurt missera skeið. Það er í raun og veru ár síðan að við komumst að því að það þyrfti að fækka starfsfólki í grunnstarfsemi bankans um sirka hundrað mann," segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion Banka. Hann segir að á undanförnu ári hafi starfsfólki fækkað um 30 og nú hafi þeir því miður þurft að grípa til þess úrræðis að segja fólki upp. Þá hefur mikil vinna undanfarið farið í úrlausnarverkefni fyrirtækja og einstaklinga. Höskuldur segir þá vinnu einfaldlega vera að dragast saman. Það sé kominn tími til að endurskipuleggja bankann og laga skipulagið meira að framtíðarþörfum. Hagnaður Arion Banka fyrstu sex mánuði ársins voru 10,2 milljarðar króna en Höskuldur segir hagnaðinn aðallega vera vegna einskiptis uppfærslu á eignum en grunnrekstur sé ekki að skila því sem skyldi. „Við höfum möguleikann að bíða og sjá. Okkur finnst það ekki vera möguleiki. Við þurfum að taka á málunum eins og þau horfa við okkur. Kostnaðurinn í bankanum er of hár, það er að verða þessi breyting í viðfangsefnum bankans og okkur finnst núna rétti tíminn," segir Höskuldur. Höskuldur telur rekstur íslenska fjármálakerfisins of kostnaðarsaman en það sé að hluta til vegna þessa stóru verkefna sem unnið hefur verið að. Bankinn hafi lokið þeim verkefnum að miklu leyti á undan öðrum fjármálastofnunum. „Eins og við horfum á þetta núna þá teljum við að við séum komin á þann stað sem að við viljum vera. Nú er bara að fara áfram með bankann eins og að hefur verið stefnt," segir hann að lokum.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira