Taka upp inntökupróf vegna ómarktækra stúdentsprófa 13. september 2011 05:56 Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina. Til stendur að taka upp inntökupróf í hagfræðideild Háskóla Íslands til að vinsa úr þá nemendur sem ekki hafa þann menntunargrunn sem þarf í náminu. Dósent við deildina segir einkunn úr stúdentsprófi ekki nægilega gott viðmið. „Markmiðið er ekki að takmarka aðgang að námi í hagfræði, það hefur aldrei staðið til," segir Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild háskólans. Daði segir markmiðið að fækka þeim nemendum sem ekki geti staðist þær kröfur sem deildin geri til þeirra. Engum sé greiði gerður með því að taka viðkomandi inn í nám sem hann ráði ekki við. „Við sjáum enga aðra lausn sem gæti skilað sama árangri og inntökupróf," segir Daði. Hann segir vissulega hafa verið rætt að setja skilyrði um lágmarkseinkunn. "Tilfellið er að stúdentspróf eru orðin svo mismunandi eftir því í hvaða skólum þau eru þreytt að það er einfaldlega ekki nægilega mikið að marka slíkt viðmið."Deildarfundur hagfræðideildar samþykkti fyrir sumarfrí að taka upp inntökupróf. Í sumar hafa starfsmenn deildarinnar smíðað reglur sem gilda munu um inntökuprófin, en samþykki háskólaráðs þarf áður en þau verða tekin upp. „Við erum skikkuð til að spara í rekstri deildarinnar, og stingum upp á inntökuprófum til að ná niður kostnaði," segir Daði. Hann segir markmiðið að sýna nemendum hvaða kröfur séu gerðar til þeirra svo þeir skrái sig ekki til náms sem þeir ráði ekki við, og endi á að falla eða hætta námi. Daði segir algengt að á bilinu 35 til 50 prósent þeirra nemenda sem skrái sig til náms sjáist aldrei í tímum og drjúgur hópur fyrsta árs nema falli á jólaprófunum. Hann segir stefnt að því að inntökuprófin verði öllum opin sem hafi lokið stúdentsprófi, og allir sem standist prófið fái að hefja nám í hagfræði. Í dag notar aðeins ein deild innan Háskóla Íslands inntökupróf. Þeir sem vilja komast í nám í læknisfræði eða sjúkraþjálfun við læknadeild háskólans þurfa að þreyta inntökupróf. Þau eru annars eðlis en þau próf sem hagfræðideild vill taka upp, enda takmarkaður fjöldi nemenda sem kemst að hjá læknadeild og markmiðið að finna þá hæfustu. - bj Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina. Til stendur að taka upp inntökupróf í hagfræðideild Háskóla Íslands til að vinsa úr þá nemendur sem ekki hafa þann menntunargrunn sem þarf í náminu. Dósent við deildina segir einkunn úr stúdentsprófi ekki nægilega gott viðmið. „Markmiðið er ekki að takmarka aðgang að námi í hagfræði, það hefur aldrei staðið til," segir Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild háskólans. Daði segir markmiðið að fækka þeim nemendum sem ekki geti staðist þær kröfur sem deildin geri til þeirra. Engum sé greiði gerður með því að taka viðkomandi inn í nám sem hann ráði ekki við. „Við sjáum enga aðra lausn sem gæti skilað sama árangri og inntökupróf," segir Daði. Hann segir vissulega hafa verið rætt að setja skilyrði um lágmarkseinkunn. "Tilfellið er að stúdentspróf eru orðin svo mismunandi eftir því í hvaða skólum þau eru þreytt að það er einfaldlega ekki nægilega mikið að marka slíkt viðmið."Deildarfundur hagfræðideildar samþykkti fyrir sumarfrí að taka upp inntökupróf. Í sumar hafa starfsmenn deildarinnar smíðað reglur sem gilda munu um inntökuprófin, en samþykki háskólaráðs þarf áður en þau verða tekin upp. „Við erum skikkuð til að spara í rekstri deildarinnar, og stingum upp á inntökuprófum til að ná niður kostnaði," segir Daði. Hann segir markmiðið að sýna nemendum hvaða kröfur séu gerðar til þeirra svo þeir skrái sig ekki til náms sem þeir ráði ekki við, og endi á að falla eða hætta námi. Daði segir algengt að á bilinu 35 til 50 prósent þeirra nemenda sem skrái sig til náms sjáist aldrei í tímum og drjúgur hópur fyrsta árs nema falli á jólaprófunum. Hann segir stefnt að því að inntökuprófin verði öllum opin sem hafi lokið stúdentsprófi, og allir sem standist prófið fái að hefja nám í hagfræði. Í dag notar aðeins ein deild innan Háskóla Íslands inntökupróf. Þeir sem vilja komast í nám í læknisfræði eða sjúkraþjálfun við læknadeild háskólans þurfa að þreyta inntökupróf. Þau eru annars eðlis en þau próf sem hagfræðideild vill taka upp, enda takmarkaður fjöldi nemenda sem kemst að hjá læknadeild og markmiðið að finna þá hæfustu. - bj
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira