Taka upp inntökupróf vegna ómarktækra stúdentsprófa 13. september 2011 05:56 Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina. Til stendur að taka upp inntökupróf í hagfræðideild Háskóla Íslands til að vinsa úr þá nemendur sem ekki hafa þann menntunargrunn sem þarf í náminu. Dósent við deildina segir einkunn úr stúdentsprófi ekki nægilega gott viðmið. „Markmiðið er ekki að takmarka aðgang að námi í hagfræði, það hefur aldrei staðið til," segir Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild háskólans. Daði segir markmiðið að fækka þeim nemendum sem ekki geti staðist þær kröfur sem deildin geri til þeirra. Engum sé greiði gerður með því að taka viðkomandi inn í nám sem hann ráði ekki við. „Við sjáum enga aðra lausn sem gæti skilað sama árangri og inntökupróf," segir Daði. Hann segir vissulega hafa verið rætt að setja skilyrði um lágmarkseinkunn. "Tilfellið er að stúdentspróf eru orðin svo mismunandi eftir því í hvaða skólum þau eru þreytt að það er einfaldlega ekki nægilega mikið að marka slíkt viðmið."Deildarfundur hagfræðideildar samþykkti fyrir sumarfrí að taka upp inntökupróf. Í sumar hafa starfsmenn deildarinnar smíðað reglur sem gilda munu um inntökuprófin, en samþykki háskólaráðs þarf áður en þau verða tekin upp. „Við erum skikkuð til að spara í rekstri deildarinnar, og stingum upp á inntökuprófum til að ná niður kostnaði," segir Daði. Hann segir markmiðið að sýna nemendum hvaða kröfur séu gerðar til þeirra svo þeir skrái sig ekki til náms sem þeir ráði ekki við, og endi á að falla eða hætta námi. Daði segir algengt að á bilinu 35 til 50 prósent þeirra nemenda sem skrái sig til náms sjáist aldrei í tímum og drjúgur hópur fyrsta árs nema falli á jólaprófunum. Hann segir stefnt að því að inntökuprófin verði öllum opin sem hafi lokið stúdentsprófi, og allir sem standist prófið fái að hefja nám í hagfræði. Í dag notar aðeins ein deild innan Háskóla Íslands inntökupróf. Þeir sem vilja komast í nám í læknisfræði eða sjúkraþjálfun við læknadeild háskólans þurfa að þreyta inntökupróf. Þau eru annars eðlis en þau próf sem hagfræðideild vill taka upp, enda takmarkaður fjöldi nemenda sem kemst að hjá læknadeild og markmiðið að finna þá hæfustu. - bj Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina. Til stendur að taka upp inntökupróf í hagfræðideild Háskóla Íslands til að vinsa úr þá nemendur sem ekki hafa þann menntunargrunn sem þarf í náminu. Dósent við deildina segir einkunn úr stúdentsprófi ekki nægilega gott viðmið. „Markmiðið er ekki að takmarka aðgang að námi í hagfræði, það hefur aldrei staðið til," segir Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild háskólans. Daði segir markmiðið að fækka þeim nemendum sem ekki geti staðist þær kröfur sem deildin geri til þeirra. Engum sé greiði gerður með því að taka viðkomandi inn í nám sem hann ráði ekki við. „Við sjáum enga aðra lausn sem gæti skilað sama árangri og inntökupróf," segir Daði. Hann segir vissulega hafa verið rætt að setja skilyrði um lágmarkseinkunn. "Tilfellið er að stúdentspróf eru orðin svo mismunandi eftir því í hvaða skólum þau eru þreytt að það er einfaldlega ekki nægilega mikið að marka slíkt viðmið."Deildarfundur hagfræðideildar samþykkti fyrir sumarfrí að taka upp inntökupróf. Í sumar hafa starfsmenn deildarinnar smíðað reglur sem gilda munu um inntökuprófin, en samþykki háskólaráðs þarf áður en þau verða tekin upp. „Við erum skikkuð til að spara í rekstri deildarinnar, og stingum upp á inntökuprófum til að ná niður kostnaði," segir Daði. Hann segir markmiðið að sýna nemendum hvaða kröfur séu gerðar til þeirra svo þeir skrái sig ekki til náms sem þeir ráði ekki við, og endi á að falla eða hætta námi. Daði segir algengt að á bilinu 35 til 50 prósent þeirra nemenda sem skrái sig til náms sjáist aldrei í tímum og drjúgur hópur fyrsta árs nema falli á jólaprófunum. Hann segir stefnt að því að inntökuprófin verði öllum opin sem hafi lokið stúdentsprófi, og allir sem standist prófið fái að hefja nám í hagfræði. Í dag notar aðeins ein deild innan Háskóla Íslands inntökupróf. Þeir sem vilja komast í nám í læknisfræði eða sjúkraþjálfun við læknadeild háskólans þurfa að þreyta inntökupróf. Þau eru annars eðlis en þau próf sem hagfræðideild vill taka upp, enda takmarkaður fjöldi nemenda sem kemst að hjá læknadeild og markmiðið að finna þá hæfustu. - bj
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira