Íslenski boltinn

Doninger áfram hjá ÍA - Ármann Smári í viðræðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Doninger er hér lengst til vinsri í leik með ÍA.
Mark Doninger er hér lengst til vinsri í leik með ÍA. Mynd/Valli
Mark Doninger hefur skrifað undir nýjan samning við ÍA á Akranesi sem gildir til loka næsta tímabils. Félagið á einnig í viðræðum við Ármann Smára Björnsson sem er nú án félags.*

Doninger staðfesti á Twitter-síðu sinni að hann hefði skrifað undir nýjan samning en Fótbolti.net greindi frá áhuga félagsins á Ármanni Smára.

Ármann Smári var síðast á mála hjá Hartlepool í Englandi en hefur verið án félags í allt sumar. „Við vonumst til að ná samningum þar sem hann er mikill fengur fyrir hvaða lið sem er á Íslandi,“ sagði Þórður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri ÍA.

ÍA leikur í Pepsi-deild karla á næstu leiktíð en liðið hafði mikla yfirburði í 1. deildinni nú í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×