Elliði: Fáranlegt að eyða milljörðum í lítið notuð mannvirki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2011 13:00 Nýja stúkan eins og hún lítur út á teikningum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir sveitarfélög landsins eiga enga aðkomu að uppbyggingu áhorfendaaðstöðu á knattspyrnuvöllum eins og Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Knattspyrnusamband Íslands heldur úti leyfiskerfi þar sem kröfur eru gerðar til þeirra liða sem spila í efstu deild karla að þar séu yfirbyggðar stúkur fyrir ákveðinn fjölda áhorfenda. Nokkur félög, þar á meðal ÍBV, hafa verið á undanþágu frá leyfiskerfinu en nú er undanþágufresturinn að renna út. Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdarstjóri ÍBV, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að bæjaryfirvöld ættu nægt fjármagn til að styðja við byggingu stúkunnar. „Við styðjum ÍBV til allra góða verka," sagði Elliði við Vísi. „Tryggvi talaði um hvernig rekstur Vestmannaeyjabæjar væri og finnst eðlilegt að bærinn komi með umtalsvert fjármagn til stúkubyggingar. Hann er frjáls að þeirri skoðun sem Vestmannaeyingur." „En eigendur að þessum sjóði eru 4199 manns í viðbót. Og það er að mörgu að hyggja í rekstri sveitarfélags." Hann segir þó að lengra nái málið ekki og að KSÍ hafi ekki heldur neinar kvöður á Vestmannaeyjabæ. „Þegar að KSÍ samþykkti kröfur um hverslags aðbúnaður skal vera um áhorfendur á kappleikjum þá hafa sveitarfélög enga aðkomu að því. Við höfum engin tækifæri á því á að taka undir þessar kröfur eða mótmæla þeim." „Það hljóta því allir að sjá að hvorki Tryggvi Már né KSÍ skrifa tékka út úr bæjarsjóði." ÍBV þarf nú að standa fyrir frammi því að byggja stúkuna til að mega spila heimaleiki sína á Hásteinsvelli á næsta tímabili - mögulega sem Íslandsmeistarar en liðið er í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar nú í ár. En er raunhæft fyrir ÍBV að byggja þessa stúku án stuðnings bæjaryfirvalda? „Nú verður þú bara að spyrja KSÍ að því hvort þessar kröfur séu raunhæfar. Sveitarfélögin hafa enga aðkomu að þessu." Elliði segir að ekki hafi staðið á stuðningi yfirvalda til knattspyrnumála í Vestmannaeyjum. „Fótboltinn er flaggskip íþrótta okkar og erum við gríðarlega ánægðir hvernig uppbygging knattspyrnuliðs ÍBV hefur tekist til. Til að standa við bakið á félaginu fórum við með verulegt fjármagn - hálfan milljarð króna - fyrir þremur árum til forystumanna ÍBV og spurðum þá hvernig þeir teldu að þessum fjármunum væri best varið." „Það var einurð afstaða þeirra að réttast væri að byggja knattspyrnuhús. Við bentum þeim á þessa kröfu KSÍ en engu að síður var það afstaða þeirra að forgangsatriði væri að byggja knattspyrnuhús." „Nú erum við búnir að setja fimm hundruð milljónir úr sameiginlegum sjóði allra bæjarbúa í byggingu á knattspyrnuhúsi. Að sjálfsögðu hefur það áhrif á þessa ákvörðunartöku." Elliði vill ekki taka undir að kröfur KSÍ á aðildarfélög sín séu óraunhæfar. „KSÍ er ekkert annað en samkoma aðildarfélaganna. Þar eru tillögur sem þessar bornar upp og þar eru þær samþykktar. Það er fólkið sem er ábyrgt fyrir þessari ákvörðun. KSÍ stjórnar sínum málum eins og þeim þykir rétt en við stjórnum okkar málum eins og okkur þykir rétt." „Ef ég er spurður persónulega sem mikill áhugamaður um íþróttir þá þykir mér það fáránlegt að á okkar litla landi skuli verja milljörðum í uppbyggingu áhorfendaaðstöðu sem er notuð í 30-60 klukkustundir á ári. Þessum peningum er betur varið í aðra þætti innan íþróttahreyfingarinnar, eins og í barna- og unglingastarf og í þjónustu við afreksíþróttamenn." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teikningar af nýrri stúku við Hásteinsvöll ÍBV hefur látið teikna og hanna nýja stúku við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum en félagið þarf að byggja stúkuna fyrir næsta tímabil ætli það að fá keppnisleyfi á vellinum fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla. Framkvæmdarstjóri ÍBV segir hins vegar skort vera á fjárhagslegum stuðningi frá bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum. 15. september 2011 11:30 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir sveitarfélög landsins eiga enga aðkomu að uppbyggingu áhorfendaaðstöðu á knattspyrnuvöllum eins og Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Knattspyrnusamband Íslands heldur úti leyfiskerfi þar sem kröfur eru gerðar til þeirra liða sem spila í efstu deild karla að þar séu yfirbyggðar stúkur fyrir ákveðinn fjölda áhorfenda. Nokkur félög, þar á meðal ÍBV, hafa verið á undanþágu frá leyfiskerfinu en nú er undanþágufresturinn að renna út. Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdarstjóri ÍBV, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að bæjaryfirvöld ættu nægt fjármagn til að styðja við byggingu stúkunnar. „Við styðjum ÍBV til allra góða verka," sagði Elliði við Vísi. „Tryggvi talaði um hvernig rekstur Vestmannaeyjabæjar væri og finnst eðlilegt að bærinn komi með umtalsvert fjármagn til stúkubyggingar. Hann er frjáls að þeirri skoðun sem Vestmannaeyingur." „En eigendur að þessum sjóði eru 4199 manns í viðbót. Og það er að mörgu að hyggja í rekstri sveitarfélags." Hann segir þó að lengra nái málið ekki og að KSÍ hafi ekki heldur neinar kvöður á Vestmannaeyjabæ. „Þegar að KSÍ samþykkti kröfur um hverslags aðbúnaður skal vera um áhorfendur á kappleikjum þá hafa sveitarfélög enga aðkomu að því. Við höfum engin tækifæri á því á að taka undir þessar kröfur eða mótmæla þeim." „Það hljóta því allir að sjá að hvorki Tryggvi Már né KSÍ skrifa tékka út úr bæjarsjóði." ÍBV þarf nú að standa fyrir frammi því að byggja stúkuna til að mega spila heimaleiki sína á Hásteinsvelli á næsta tímabili - mögulega sem Íslandsmeistarar en liðið er í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar nú í ár. En er raunhæft fyrir ÍBV að byggja þessa stúku án stuðnings bæjaryfirvalda? „Nú verður þú bara að spyrja KSÍ að því hvort þessar kröfur séu raunhæfar. Sveitarfélögin hafa enga aðkomu að þessu." Elliði segir að ekki hafi staðið á stuðningi yfirvalda til knattspyrnumála í Vestmannaeyjum. „Fótboltinn er flaggskip íþrótta okkar og erum við gríðarlega ánægðir hvernig uppbygging knattspyrnuliðs ÍBV hefur tekist til. Til að standa við bakið á félaginu fórum við með verulegt fjármagn - hálfan milljarð króna - fyrir þremur árum til forystumanna ÍBV og spurðum þá hvernig þeir teldu að þessum fjármunum væri best varið." „Það var einurð afstaða þeirra að réttast væri að byggja knattspyrnuhús. Við bentum þeim á þessa kröfu KSÍ en engu að síður var það afstaða þeirra að forgangsatriði væri að byggja knattspyrnuhús." „Nú erum við búnir að setja fimm hundruð milljónir úr sameiginlegum sjóði allra bæjarbúa í byggingu á knattspyrnuhúsi. Að sjálfsögðu hefur það áhrif á þessa ákvörðunartöku." Elliði vill ekki taka undir að kröfur KSÍ á aðildarfélög sín séu óraunhæfar. „KSÍ er ekkert annað en samkoma aðildarfélaganna. Þar eru tillögur sem þessar bornar upp og þar eru þær samþykktar. Það er fólkið sem er ábyrgt fyrir þessari ákvörðun. KSÍ stjórnar sínum málum eins og þeim þykir rétt en við stjórnum okkar málum eins og okkur þykir rétt." „Ef ég er spurður persónulega sem mikill áhugamaður um íþróttir þá þykir mér það fáránlegt að á okkar litla landi skuli verja milljörðum í uppbyggingu áhorfendaaðstöðu sem er notuð í 30-60 klukkustundir á ári. Þessum peningum er betur varið í aðra þætti innan íþróttahreyfingarinnar, eins og í barna- og unglingastarf og í þjónustu við afreksíþróttamenn."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teikningar af nýrri stúku við Hásteinsvöll ÍBV hefur látið teikna og hanna nýja stúku við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum en félagið þarf að byggja stúkuna fyrir næsta tímabil ætli það að fá keppnisleyfi á vellinum fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla. Framkvæmdarstjóri ÍBV segir hins vegar skort vera á fjárhagslegum stuðningi frá bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum. 15. september 2011 11:30 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Teikningar af nýrri stúku við Hásteinsvöll ÍBV hefur látið teikna og hanna nýja stúku við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum en félagið þarf að byggja stúkuna fyrir næsta tímabil ætli það að fá keppnisleyfi á vellinum fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla. Framkvæmdarstjóri ÍBV segir hins vegar skort vera á fjárhagslegum stuðningi frá bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum. 15. september 2011 11:30