Umfjöllun: Valsmenn felldu Víkinga niður um deild Stefán Árni Pálsson á Víkingsvelli skrifar 15. september 2011 14:42 Mynd/Anton Valsmenn felldu Víkinga niður um deild í kvöld þegar þeir sigruðu heimamenn 1-0 í Fossvoginum. Valsmenn skoruðu eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og í raun magnað að aðeins eitt mark hafi verið skorað í leiknum. Matthías Guðmundsson, leikmaður Vals, gerði mark gestanna.Valur réði lögum og lofum í seinni hálfleiknum og fengu heldur betur færin til að skora fleiri mörk. Valsmenn voru örlítið hressari á upphafsmínútum leiksins. Atli Svein Þórarinsson átti ágætan skalla beint á Magnús Þormar í marki Víkings. Eftir stundarfjórðung náði Magnús Páll Gunnarsson, leikmaður Víkings, nokkuð efnilegu skoti í hliðarnetið og það virtist sem heimamenn væru aðeins að hressast. Víkingar voru virkilega ákveðnir og fóru af fullum krafti í allar tæklingar, kannski aðeins og harkalega. Eftir tuttugu mínútna leik virtist Colin Marshall, leikmaður Víkings, senda Bjarnólfi Lárussyni tóninn á hliðarlínuna og það fór ekki vel í þjálfarann. Colin var tekinn af velli um leið og þeir félagarnir rifust nokkuð á hliðarlínunni. Leikurinn var heldur rólegur alveg framað loka andartaki hálfleiksins þegar gestirnir komust yfir. Matthías Guðmundsson, leikmaður Vals, átti skot nokkuð langt fyrir utan teiginn sem virtist aldrei vera á leiðinni í netið. Magnús Þormar, markmaður Víkings, missti boltann undir sig og í netið. Virkilega klaufalegt atvik sem segir örlítið sögu Víkings í sumar. Staðan því 0-1 í hálfleik. Valsmenn hresstust greinilega við markið og voru mun betri aðilinn í síðari hálfleiknum. Víkingar komust aldrei á skrið og náðu varla að skapa sér færi í leiknum. Liðið virkaði þreytt og eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu. Gestirnir óðu í færum í seinni hálfleik og ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið í netið oftar, en niðurstaðan 1-0 sigur Vals og Víkingar því fallnir niður í 1. deild þar sem þeir leika að ári.Víkingur 0 – 1 Valur0-1 Matthías Guðmundsson (44.) Skot (á mark): 5 – 10 (2-4) Varin skot: Magnús 2 – 1 Haraldur Horn: 3 – 10 Aukaspyrnur fengnar: 9–12 Rangstöður: 0-2 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Valsmenn felldu Víkinga niður um deild í kvöld þegar þeir sigruðu heimamenn 1-0 í Fossvoginum. Valsmenn skoruðu eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og í raun magnað að aðeins eitt mark hafi verið skorað í leiknum. Matthías Guðmundsson, leikmaður Vals, gerði mark gestanna.Valur réði lögum og lofum í seinni hálfleiknum og fengu heldur betur færin til að skora fleiri mörk. Valsmenn voru örlítið hressari á upphafsmínútum leiksins. Atli Svein Þórarinsson átti ágætan skalla beint á Magnús Þormar í marki Víkings. Eftir stundarfjórðung náði Magnús Páll Gunnarsson, leikmaður Víkings, nokkuð efnilegu skoti í hliðarnetið og það virtist sem heimamenn væru aðeins að hressast. Víkingar voru virkilega ákveðnir og fóru af fullum krafti í allar tæklingar, kannski aðeins og harkalega. Eftir tuttugu mínútna leik virtist Colin Marshall, leikmaður Víkings, senda Bjarnólfi Lárussyni tóninn á hliðarlínuna og það fór ekki vel í þjálfarann. Colin var tekinn af velli um leið og þeir félagarnir rifust nokkuð á hliðarlínunni. Leikurinn var heldur rólegur alveg framað loka andartaki hálfleiksins þegar gestirnir komust yfir. Matthías Guðmundsson, leikmaður Vals, átti skot nokkuð langt fyrir utan teiginn sem virtist aldrei vera á leiðinni í netið. Magnús Þormar, markmaður Víkings, missti boltann undir sig og í netið. Virkilega klaufalegt atvik sem segir örlítið sögu Víkings í sumar. Staðan því 0-1 í hálfleik. Valsmenn hresstust greinilega við markið og voru mun betri aðilinn í síðari hálfleiknum. Víkingar komust aldrei á skrið og náðu varla að skapa sér færi í leiknum. Liðið virkaði þreytt og eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu. Gestirnir óðu í færum í seinni hálfleik og ótrúlegt að boltinn hafi ekki farið í netið oftar, en niðurstaðan 1-0 sigur Vals og Víkingar því fallnir niður í 1. deild þar sem þeir leika að ári.Víkingur 0 – 1 Valur0-1 Matthías Guðmundsson (44.) Skot (á mark): 5 – 10 (2-4) Varin skot: Magnús 2 – 1 Haraldur Horn: 3 – 10 Aukaspyrnur fengnar: 9–12 Rangstöður: 0-2
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira