Umfjöllun: Háspennu jafntefli í Krikanum Ari Erlingsson á Kaplakrikavelli skrifar 15. september 2011 16:15 Mynd/HAG Matthías Vilhjálmsson tryggði FH 1-1 jafntefli á móti Fram á 90. mínútu í leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld þar sem dramatíkin var mikil á lokamínútunum. FH-ingar töpuðu þarna dýrmætum stigum í toppbaráttunni en Framarar halda áfram að ná í stig út úr sínum leikjum. Varamaðurinn Orri Gunnarsson kom Fram í 1-0 á 87. mínútu eftir glæsilegan sprett frá Steven Lennon og það stefni í óvæntan sigur Fram. Matthías Vilhjálmsson náði hinsvegar að jafna leikinn þremur mínútum síðar eftir stórsókn FH-inga. Jafntefli voru líklega sanngjörn niðurstaða en bæði lið þurftu á stigunum að halda á sitthvorum enda töflunnar. Jafnræði var með liðunum lengst af og skiptust liðin á að sækja megnið af leiknum. Atli Viðar Björnsson framherji FH-inga nagar sig þó eflaust duglega í handarbökin eftir að hafa brennt af tveim bestu færum leiksins. Fyrri hálfleikur í Hafnarfirði var afspyrnuslakur og vægast sagt tíðindalítill. Það fór meira fyrir baráttu og djöfulgangi heldur en fallegum fótbolta. Þrátt fyrir að liðin væri á sitt hvorum enda töflunnar mátti það ekki greina á leiknum. Framarar voru síst lakari aðilinn og byrjuðu þeir seinni hálfleik mikið mun betur. Meðal annars átti Samuel Hewson skot í stöng úr aukaspyrnu. FH-ingar færðu sig þó aðeins upp á skaftið eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og átti Atli Viðar Björnsson meðal annars 2 dauðafæri sem fóru forgörðum. Það voru því þeim mikil vonbrigði þegar varamaðurinn Orri Gunnarsson kom gestunum yfir á 87 mínútu. Orri sem skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark kláraði færi sitt vel inn í teig eftir glæsilegan undirbúning Stevens Lennon utan af hægri kanti. FH-ingar gáfust ekki upp við þetta og hófu strax stórsókn. Eftir að Ögmundur í marki Framara hafði varið glæsilega skot Guðmundar Sævarssonar í horn náðu heimamenn að jafna. Í kjölfarið á horninu barst boltinn til Matthíasar Vilhjálmssonar sem skoraði af stuttu færi og jafnaði leikinn í 1-1. Skömmu síðar flautaði Þorvaldur Árnason dómari til leiksloka. Niðurstaða leiksins 1-1 og mátti í raun hvorugt liðið við því að missa stig í baráttunni sem framundan er. Framarar geta borið höfuðið hátt því þrátt fyrir að vera töluvert fjarri FH-ingum á töflunni gáfu þeir þeim ekkert eftir. Það er greinilegt á öllu að leikmenn Fram hafa nú öðlast trú á því sem þeir eru að gera og hefur koma nýrra manna í liðið gert þeim gott. Steven Lennon einn af nýju mönnunum spilaði mjög vel í framlínunni og var sívinnandi. Þrátt fyrir smæð þá býr hann yfir miklum styrk auk þess hann er útsjónarsamur og kvikur. Með slíka ógn fram á við er leikur liðsins allt annar. FH-ingar sem spiluðu KR-inga sundur og saman í síðustu umferð sýndu ekki viðlíka frammistöðu að þessu sinni. Þeir djöfluðust og börðust þó en sendingar voru mistækar og liðið náði sjaldan að bjóða upp á árangursríkan sóknarleik. Leikurinn hefði þó líklegast orðið allt annar ef Atli Viðar Björnsson hefði tekið með sér markaskónna. Atli fór illa með færin sín í kvöld og þegar upp er staðið kostaði það FH-inga öll stigin. Með jafntefli í kvöld eru FH-ingar nánast úr leik í titilbaráttunni og við tekur barátta um að tryggja 3 sætið. Staða Framara er ennþá erfið en með viðlíka spilamennsku eins og í kvöld ættu þeir að geta horft björtum augum fram á veginn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson tryggði FH 1-1 jafntefli á móti Fram á 90. mínútu í leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld þar sem dramatíkin var mikil á lokamínútunum. FH-ingar töpuðu þarna dýrmætum stigum í toppbaráttunni en Framarar halda áfram að ná í stig út úr sínum leikjum. Varamaðurinn Orri Gunnarsson kom Fram í 1-0 á 87. mínútu eftir glæsilegan sprett frá Steven Lennon og það stefni í óvæntan sigur Fram. Matthías Vilhjálmsson náði hinsvegar að jafna leikinn þremur mínútum síðar eftir stórsókn FH-inga. Jafntefli voru líklega sanngjörn niðurstaða en bæði lið þurftu á stigunum að halda á sitthvorum enda töflunnar. Jafnræði var með liðunum lengst af og skiptust liðin á að sækja megnið af leiknum. Atli Viðar Björnsson framherji FH-inga nagar sig þó eflaust duglega í handarbökin eftir að hafa brennt af tveim bestu færum leiksins. Fyrri hálfleikur í Hafnarfirði var afspyrnuslakur og vægast sagt tíðindalítill. Það fór meira fyrir baráttu og djöfulgangi heldur en fallegum fótbolta. Þrátt fyrir að liðin væri á sitt hvorum enda töflunnar mátti það ekki greina á leiknum. Framarar voru síst lakari aðilinn og byrjuðu þeir seinni hálfleik mikið mun betur. Meðal annars átti Samuel Hewson skot í stöng úr aukaspyrnu. FH-ingar færðu sig þó aðeins upp á skaftið eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og átti Atli Viðar Björnsson meðal annars 2 dauðafæri sem fóru forgörðum. Það voru því þeim mikil vonbrigði þegar varamaðurinn Orri Gunnarsson kom gestunum yfir á 87 mínútu. Orri sem skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark kláraði færi sitt vel inn í teig eftir glæsilegan undirbúning Stevens Lennon utan af hægri kanti. FH-ingar gáfust ekki upp við þetta og hófu strax stórsókn. Eftir að Ögmundur í marki Framara hafði varið glæsilega skot Guðmundar Sævarssonar í horn náðu heimamenn að jafna. Í kjölfarið á horninu barst boltinn til Matthíasar Vilhjálmssonar sem skoraði af stuttu færi og jafnaði leikinn í 1-1. Skömmu síðar flautaði Þorvaldur Árnason dómari til leiksloka. Niðurstaða leiksins 1-1 og mátti í raun hvorugt liðið við því að missa stig í baráttunni sem framundan er. Framarar geta borið höfuðið hátt því þrátt fyrir að vera töluvert fjarri FH-ingum á töflunni gáfu þeir þeim ekkert eftir. Það er greinilegt á öllu að leikmenn Fram hafa nú öðlast trú á því sem þeir eru að gera og hefur koma nýrra manna í liðið gert þeim gott. Steven Lennon einn af nýju mönnunum spilaði mjög vel í framlínunni og var sívinnandi. Þrátt fyrir smæð þá býr hann yfir miklum styrk auk þess hann er útsjónarsamur og kvikur. Með slíka ógn fram á við er leikur liðsins allt annar. FH-ingar sem spiluðu KR-inga sundur og saman í síðustu umferð sýndu ekki viðlíka frammistöðu að þessu sinni. Þeir djöfluðust og börðust þó en sendingar voru mistækar og liðið náði sjaldan að bjóða upp á árangursríkan sóknarleik. Leikurinn hefði þó líklegast orðið allt annar ef Atli Viðar Björnsson hefði tekið með sér markaskónna. Atli fór illa með færin sín í kvöld og þegar upp er staðið kostaði það FH-inga öll stigin. Með jafntefli í kvöld eru FH-ingar nánast úr leik í titilbaráttunni og við tekur barátta um að tryggja 3 sætið. Staða Framara er ennþá erfið en með viðlíka spilamennsku eins og í kvöld ættu þeir að geta horft björtum augum fram á veginn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira