Umfjöllun: Langþráður sigur Þórs Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 15. september 2011 16:15 Mynd/Anton Þórsarar unnu góðan sigur á Fylki á heimavelli sínum í kvöld, 2-0. Fylkismenn voru heillum horfnir og sigur Þórs verðskuldaður. Fylkismenn sigla lygnan sjó um miðja deild og hafa að engu að keppa lengur. Þórsarar voru aftur á móti í harðri fallbaráttu ennþá. Fylkismenn voru 35 mínútur að mæta til leiks. Þeir voru sofandi á vellinum, ekki klárir í neina baráttu. Þá skorti skipulag og leikáætlun, hún var eflaust til staðar en þeir fylgdu henni í það minnsta ekki. Þórsarar gengu á lagið og spiluðu vel. Þeir héldu boltanum innan liðsins, náðu oft upp lipru spili, og fengu nokkur fín færi. Það var þó ekki fyrr en um miðbik hálfleiksins að þeir brutu ísinn. Það gerði David Dizstl með skalla af stuttu færi eftir útlenska samvinnu. Clark Keltie tók aukaspyrnu inn í, Janez Vrenko skallaði boltann áfram og Ungverjinn skoraði. Þórsarar héldu áfram að sækja og Jóhann Helgi átti skot rétt yfir. Eftir þetta fór liðið að draga sig aftar á völlinn, hugsanlega vegna þreytu? Ekki er blaðamaður viss, en það hleypti Fylkismönnum vel inn í leikinn. Þeir fengu ótrúlegt færi þegar Srjdan Rajkovic lét fyrirgjöf fara, boltinn var á leiðinni útaf. Fylkismaður sveif aftur á móti og bjargaði boltanum, skallaði hann upp í loft. Boltinn lenti á marklínunni og Rajkovic náði boltanum rétt á undan Alberti Brynjari. Eftir þetta sótti Fylkir án afláts í nokkar mínútur. Þeir áttu fimm skot á markið á stuttum tíma, meðal annars varði Rajkovic og Þórir skaut rétt framhjá. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þór sem mátti þakka fyrir að halda jöfnu eftir að hafa verið miklu betri í rúman hálftíma. Fyrri hálfleikur var hundleiðinlegur framan af. Það var nákvæmlega ekkert að gerast, Fylkismenn voru meira með boltann en komust ekki nálægt Þórsmarkinu. Það var ekki fyrr en um miðbik hálfleiksins að eitthvað gerðist, og þá kom mark. Þórsarar nánast gerðu út um leikinn með skondnu marki. Sveinn Elías potaði boltanum inn eftir lausan skalla Jóhanns að markinu. Staðan 2-0 fyrir Þór og um hálftími eftir. Leikurinn fjaraði svo út. Jóhann Helgi slapp þó einn í gegn en Fjalar bjargaði meistaralega. Albert Brynjar var svo aleinn á markteig og hefði getað breytt stöðunni í 2-1 þegar fimm mínútur voru eftir en hann skaut beint á Rajkovic í markinu. Dauðafæri Alberts þar sem auðveldara hefði verið að skora en að skjóta í Rajkovic. Þórsarar áttu sigurinn skilinn. Þeir voru betri í um 80 mínútur og börðust fyrir sigrinum, þeim fyrsta í síðustu sex leikjum. Þeir eru þar með nánast búnir að bjarga sér frá falli. Flott barátta þeirra skilaði sigrinum, eins og svo oft áður. Fylkismenn nýttu föst leikatriði sín einkar illa, horn- og aukaspyrnu þeirra voru oft á tíðum algjörlega glórulausar. Fylkismenn ollu vonbrigðum. Utan tíu mínútna kafla gátu þeir ekki neitt. Þeir voru hugmyndasnauðir lengst af fram á við og þá skorti einfaldlega baráttu til að vera á pari við Þórsara. Þeir hafa þó misst marga menn og eru væntanlega bara að byggja upp fyrir næsta sumar, enda hópur þeirra skipaður mörgum ungum leikmönnum.Þór 2 - 0 Fylkir 1-0 David Dizstl (22.) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (61.)Tölfræðin: Skot (á mark): 9-7 (3-2) Varin skot: Srjdan 2 – 1 Fjalar Horn: 5-7 Aukaspyrnur fengnar: 11-13 Rangstöður: 2-3 Áhorfendur: 690 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Þórsarar unnu góðan sigur á Fylki á heimavelli sínum í kvöld, 2-0. Fylkismenn voru heillum horfnir og sigur Þórs verðskuldaður. Fylkismenn sigla lygnan sjó um miðja deild og hafa að engu að keppa lengur. Þórsarar voru aftur á móti í harðri fallbaráttu ennþá. Fylkismenn voru 35 mínútur að mæta til leiks. Þeir voru sofandi á vellinum, ekki klárir í neina baráttu. Þá skorti skipulag og leikáætlun, hún var eflaust til staðar en þeir fylgdu henni í það minnsta ekki. Þórsarar gengu á lagið og spiluðu vel. Þeir héldu boltanum innan liðsins, náðu oft upp lipru spili, og fengu nokkur fín færi. Það var þó ekki fyrr en um miðbik hálfleiksins að þeir brutu ísinn. Það gerði David Dizstl með skalla af stuttu færi eftir útlenska samvinnu. Clark Keltie tók aukaspyrnu inn í, Janez Vrenko skallaði boltann áfram og Ungverjinn skoraði. Þórsarar héldu áfram að sækja og Jóhann Helgi átti skot rétt yfir. Eftir þetta fór liðið að draga sig aftar á völlinn, hugsanlega vegna þreytu? Ekki er blaðamaður viss, en það hleypti Fylkismönnum vel inn í leikinn. Þeir fengu ótrúlegt færi þegar Srjdan Rajkovic lét fyrirgjöf fara, boltinn var á leiðinni útaf. Fylkismaður sveif aftur á móti og bjargaði boltanum, skallaði hann upp í loft. Boltinn lenti á marklínunni og Rajkovic náði boltanum rétt á undan Alberti Brynjari. Eftir þetta sótti Fylkir án afláts í nokkar mínútur. Þeir áttu fimm skot á markið á stuttum tíma, meðal annars varði Rajkovic og Þórir skaut rétt framhjá. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þór sem mátti þakka fyrir að halda jöfnu eftir að hafa verið miklu betri í rúman hálftíma. Fyrri hálfleikur var hundleiðinlegur framan af. Það var nákvæmlega ekkert að gerast, Fylkismenn voru meira með boltann en komust ekki nálægt Þórsmarkinu. Það var ekki fyrr en um miðbik hálfleiksins að eitthvað gerðist, og þá kom mark. Þórsarar nánast gerðu út um leikinn með skondnu marki. Sveinn Elías potaði boltanum inn eftir lausan skalla Jóhanns að markinu. Staðan 2-0 fyrir Þór og um hálftími eftir. Leikurinn fjaraði svo út. Jóhann Helgi slapp þó einn í gegn en Fjalar bjargaði meistaralega. Albert Brynjar var svo aleinn á markteig og hefði getað breytt stöðunni í 2-1 þegar fimm mínútur voru eftir en hann skaut beint á Rajkovic í markinu. Dauðafæri Alberts þar sem auðveldara hefði verið að skora en að skjóta í Rajkovic. Þórsarar áttu sigurinn skilinn. Þeir voru betri í um 80 mínútur og börðust fyrir sigrinum, þeim fyrsta í síðustu sex leikjum. Þeir eru þar með nánast búnir að bjarga sér frá falli. Flott barátta þeirra skilaði sigrinum, eins og svo oft áður. Fylkismenn nýttu föst leikatriði sín einkar illa, horn- og aukaspyrnu þeirra voru oft á tíðum algjörlega glórulausar. Fylkismenn ollu vonbrigðum. Utan tíu mínútna kafla gátu þeir ekki neitt. Þeir voru hugmyndasnauðir lengst af fram á við og þá skorti einfaldlega baráttu til að vera á pari við Þórsara. Þeir hafa þó misst marga menn og eru væntanlega bara að byggja upp fyrir næsta sumar, enda hópur þeirra skipaður mörgum ungum leikmönnum.Þór 2 - 0 Fylkir 1-0 David Dizstl (22.) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (61.)Tölfræðin: Skot (á mark): 9-7 (3-2) Varin skot: Srjdan 2 – 1 Fjalar Horn: 5-7 Aukaspyrnur fengnar: 11-13 Rangstöður: 2-3 Áhorfendur: 690
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira