Umfjöllun: Langþráður sigur Þórs Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 15. september 2011 16:15 Mynd/Anton Þórsarar unnu góðan sigur á Fylki á heimavelli sínum í kvöld, 2-0. Fylkismenn voru heillum horfnir og sigur Þórs verðskuldaður. Fylkismenn sigla lygnan sjó um miðja deild og hafa að engu að keppa lengur. Þórsarar voru aftur á móti í harðri fallbaráttu ennþá. Fylkismenn voru 35 mínútur að mæta til leiks. Þeir voru sofandi á vellinum, ekki klárir í neina baráttu. Þá skorti skipulag og leikáætlun, hún var eflaust til staðar en þeir fylgdu henni í það minnsta ekki. Þórsarar gengu á lagið og spiluðu vel. Þeir héldu boltanum innan liðsins, náðu oft upp lipru spili, og fengu nokkur fín færi. Það var þó ekki fyrr en um miðbik hálfleiksins að þeir brutu ísinn. Það gerði David Dizstl með skalla af stuttu færi eftir útlenska samvinnu. Clark Keltie tók aukaspyrnu inn í, Janez Vrenko skallaði boltann áfram og Ungverjinn skoraði. Þórsarar héldu áfram að sækja og Jóhann Helgi átti skot rétt yfir. Eftir þetta fór liðið að draga sig aftar á völlinn, hugsanlega vegna þreytu? Ekki er blaðamaður viss, en það hleypti Fylkismönnum vel inn í leikinn. Þeir fengu ótrúlegt færi þegar Srjdan Rajkovic lét fyrirgjöf fara, boltinn var á leiðinni útaf. Fylkismaður sveif aftur á móti og bjargaði boltanum, skallaði hann upp í loft. Boltinn lenti á marklínunni og Rajkovic náði boltanum rétt á undan Alberti Brynjari. Eftir þetta sótti Fylkir án afláts í nokkar mínútur. Þeir áttu fimm skot á markið á stuttum tíma, meðal annars varði Rajkovic og Þórir skaut rétt framhjá. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þór sem mátti þakka fyrir að halda jöfnu eftir að hafa verið miklu betri í rúman hálftíma. Fyrri hálfleikur var hundleiðinlegur framan af. Það var nákvæmlega ekkert að gerast, Fylkismenn voru meira með boltann en komust ekki nálægt Þórsmarkinu. Það var ekki fyrr en um miðbik hálfleiksins að eitthvað gerðist, og þá kom mark. Þórsarar nánast gerðu út um leikinn með skondnu marki. Sveinn Elías potaði boltanum inn eftir lausan skalla Jóhanns að markinu. Staðan 2-0 fyrir Þór og um hálftími eftir. Leikurinn fjaraði svo út. Jóhann Helgi slapp þó einn í gegn en Fjalar bjargaði meistaralega. Albert Brynjar var svo aleinn á markteig og hefði getað breytt stöðunni í 2-1 þegar fimm mínútur voru eftir en hann skaut beint á Rajkovic í markinu. Dauðafæri Alberts þar sem auðveldara hefði verið að skora en að skjóta í Rajkovic. Þórsarar áttu sigurinn skilinn. Þeir voru betri í um 80 mínútur og börðust fyrir sigrinum, þeim fyrsta í síðustu sex leikjum. Þeir eru þar með nánast búnir að bjarga sér frá falli. Flott barátta þeirra skilaði sigrinum, eins og svo oft áður. Fylkismenn nýttu föst leikatriði sín einkar illa, horn- og aukaspyrnu þeirra voru oft á tíðum algjörlega glórulausar. Fylkismenn ollu vonbrigðum. Utan tíu mínútna kafla gátu þeir ekki neitt. Þeir voru hugmyndasnauðir lengst af fram á við og þá skorti einfaldlega baráttu til að vera á pari við Þórsara. Þeir hafa þó misst marga menn og eru væntanlega bara að byggja upp fyrir næsta sumar, enda hópur þeirra skipaður mörgum ungum leikmönnum.Þór 2 - 0 Fylkir 1-0 David Dizstl (22.) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (61.)Tölfræðin: Skot (á mark): 9-7 (3-2) Varin skot: Srjdan 2 – 1 Fjalar Horn: 5-7 Aukaspyrnur fengnar: 11-13 Rangstöður: 2-3 Áhorfendur: 690 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Þórsarar unnu góðan sigur á Fylki á heimavelli sínum í kvöld, 2-0. Fylkismenn voru heillum horfnir og sigur Þórs verðskuldaður. Fylkismenn sigla lygnan sjó um miðja deild og hafa að engu að keppa lengur. Þórsarar voru aftur á móti í harðri fallbaráttu ennþá. Fylkismenn voru 35 mínútur að mæta til leiks. Þeir voru sofandi á vellinum, ekki klárir í neina baráttu. Þá skorti skipulag og leikáætlun, hún var eflaust til staðar en þeir fylgdu henni í það minnsta ekki. Þórsarar gengu á lagið og spiluðu vel. Þeir héldu boltanum innan liðsins, náðu oft upp lipru spili, og fengu nokkur fín færi. Það var þó ekki fyrr en um miðbik hálfleiksins að þeir brutu ísinn. Það gerði David Dizstl með skalla af stuttu færi eftir útlenska samvinnu. Clark Keltie tók aukaspyrnu inn í, Janez Vrenko skallaði boltann áfram og Ungverjinn skoraði. Þórsarar héldu áfram að sækja og Jóhann Helgi átti skot rétt yfir. Eftir þetta fór liðið að draga sig aftar á völlinn, hugsanlega vegna þreytu? Ekki er blaðamaður viss, en það hleypti Fylkismönnum vel inn í leikinn. Þeir fengu ótrúlegt færi þegar Srjdan Rajkovic lét fyrirgjöf fara, boltinn var á leiðinni útaf. Fylkismaður sveif aftur á móti og bjargaði boltanum, skallaði hann upp í loft. Boltinn lenti á marklínunni og Rajkovic náði boltanum rétt á undan Alberti Brynjari. Eftir þetta sótti Fylkir án afláts í nokkar mínútur. Þeir áttu fimm skot á markið á stuttum tíma, meðal annars varði Rajkovic og Þórir skaut rétt framhjá. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þór sem mátti þakka fyrir að halda jöfnu eftir að hafa verið miklu betri í rúman hálftíma. Fyrri hálfleikur var hundleiðinlegur framan af. Það var nákvæmlega ekkert að gerast, Fylkismenn voru meira með boltann en komust ekki nálægt Þórsmarkinu. Það var ekki fyrr en um miðbik hálfleiksins að eitthvað gerðist, og þá kom mark. Þórsarar nánast gerðu út um leikinn með skondnu marki. Sveinn Elías potaði boltanum inn eftir lausan skalla Jóhanns að markinu. Staðan 2-0 fyrir Þór og um hálftími eftir. Leikurinn fjaraði svo út. Jóhann Helgi slapp þó einn í gegn en Fjalar bjargaði meistaralega. Albert Brynjar var svo aleinn á markteig og hefði getað breytt stöðunni í 2-1 þegar fimm mínútur voru eftir en hann skaut beint á Rajkovic í markinu. Dauðafæri Alberts þar sem auðveldara hefði verið að skora en að skjóta í Rajkovic. Þórsarar áttu sigurinn skilinn. Þeir voru betri í um 80 mínútur og börðust fyrir sigrinum, þeim fyrsta í síðustu sex leikjum. Þeir eru þar með nánast búnir að bjarga sér frá falli. Flott barátta þeirra skilaði sigrinum, eins og svo oft áður. Fylkismenn nýttu föst leikatriði sín einkar illa, horn- og aukaspyrnu þeirra voru oft á tíðum algjörlega glórulausar. Fylkismenn ollu vonbrigðum. Utan tíu mínútna kafla gátu þeir ekki neitt. Þeir voru hugmyndasnauðir lengst af fram á við og þá skorti einfaldlega baráttu til að vera á pari við Þórsara. Þeir hafa þó misst marga menn og eru væntanlega bara að byggja upp fyrir næsta sumar, enda hópur þeirra skipaður mörgum ungum leikmönnum.Þór 2 - 0 Fylkir 1-0 David Dizstl (22.) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (61.)Tölfræðin: Skot (á mark): 9-7 (3-2) Varin skot: Srjdan 2 – 1 Fjalar Horn: 5-7 Aukaspyrnur fengnar: 11-13 Rangstöður: 2-3 Áhorfendur: 690
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira