Forseta Hells Angels á Íslandi vísað frá Noregi 16. september 2011 21:00 Einar Marteinsson á bifhjólinu sínu. „Ég var handtekinn í gær og mér hent í gæsluvarðhald. Svo var mér flogið frá Noregi til Íslands í dag," sagði Einar Marteinsson, forseti Vítisenglanna á Íslandi, en hann er einn af þremur Vítisenglum sem var snúið við í Noregi í gær af þrjúhundruð. Hinir voru frá Englandi og Frakklandi. Evrópumót norsku Vítisenglanna fer nú fram í Noregi en um þrjúhundruð Vítisengla er í landinu. Þar er meðal annars fagnað fimmtán ára afmæli norska Vítisenglaklúbbsins. Einar segir í viðtali við Vísi að hann hafi flogið til Danmerkur og þaðan til Noregs. Þegar hann kom til landsins var hann handtekinn ásamt tveimur öðrum Vítisenglum. Þeir voru svo sendir heim í lögreglufylgd. Aftur á móti fóru alls átta íslenskir Vítisenglar til Noregs, og komust þeir allir inn í landið. Einar er ósáttur við móttökurnar, þá ekki síst vegna þess að Noregur var aðeins áningarstaður áður en hann ætlaði að ferðast til Svíþjóðar og þaðan til Þýskalands. Hann þarf því að fljúga aftur út á morgun, en í þetta skiptið til Svíþjóðar. „Ég er búinn að kæra þessa ákvörðun," segir Einar en samkvæmt norskum fjölmiðlum voru Vítisenglunum vísað úr landi á grundvelli útlendingalaga. Sjálfur segir Einar að hann hafi ekki brotið nein lög í landinu. Þá er hann ekki á skilorði og allnokkur ár síðan hann komst í kast við lögin. Þá fyrir líkamsárás. Hann segist því ekki átta sig á því hversvegna honum hafi verið snúið við, né hinum Vítisenglunum. „Það eina sem mér dettur í hug er að hinir náungarnir eru mjög þekktir í sínum heimalöndum fyrir tengsl sín við Hells Angels," sagði Einar. Spurður hvort hann búist við því að verða stöðvaður í Svíþjóð á morgun svarar hann: „Maður veit aldrei þessa dagana." Málið er keimlíkt því sem átti sér stað á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þá var leiðtoga norsku Vítisenglanna meinað inngöngu í landið ásamt nokkrum öðrum Vítisenglum. Hann kærði þá ákvörðun og verður það mál þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstu vikum að sögn Einars. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Ég var handtekinn í gær og mér hent í gæsluvarðhald. Svo var mér flogið frá Noregi til Íslands í dag," sagði Einar Marteinsson, forseti Vítisenglanna á Íslandi, en hann er einn af þremur Vítisenglum sem var snúið við í Noregi í gær af þrjúhundruð. Hinir voru frá Englandi og Frakklandi. Evrópumót norsku Vítisenglanna fer nú fram í Noregi en um þrjúhundruð Vítisengla er í landinu. Þar er meðal annars fagnað fimmtán ára afmæli norska Vítisenglaklúbbsins. Einar segir í viðtali við Vísi að hann hafi flogið til Danmerkur og þaðan til Noregs. Þegar hann kom til landsins var hann handtekinn ásamt tveimur öðrum Vítisenglum. Þeir voru svo sendir heim í lögreglufylgd. Aftur á móti fóru alls átta íslenskir Vítisenglar til Noregs, og komust þeir allir inn í landið. Einar er ósáttur við móttökurnar, þá ekki síst vegna þess að Noregur var aðeins áningarstaður áður en hann ætlaði að ferðast til Svíþjóðar og þaðan til Þýskalands. Hann þarf því að fljúga aftur út á morgun, en í þetta skiptið til Svíþjóðar. „Ég er búinn að kæra þessa ákvörðun," segir Einar en samkvæmt norskum fjölmiðlum voru Vítisenglunum vísað úr landi á grundvelli útlendingalaga. Sjálfur segir Einar að hann hafi ekki brotið nein lög í landinu. Þá er hann ekki á skilorði og allnokkur ár síðan hann komst í kast við lögin. Þá fyrir líkamsárás. Hann segist því ekki átta sig á því hversvegna honum hafi verið snúið við, né hinum Vítisenglunum. „Það eina sem mér dettur í hug er að hinir náungarnir eru mjög þekktir í sínum heimalöndum fyrir tengsl sín við Hells Angels," sagði Einar. Spurður hvort hann búist við því að verða stöðvaður í Svíþjóð á morgun svarar hann: „Maður veit aldrei þessa dagana." Málið er keimlíkt því sem átti sér stað á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þá var leiðtoga norsku Vítisenglanna meinað inngöngu í landið ásamt nokkrum öðrum Vítisenglum. Hann kærði þá ákvörðun og verður það mál þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstu vikum að sögn Einars.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira