Ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt - og svíkja fé út úr fólki 5. september 2011 12:30 Björn Bragi Mikkelsson eyðilagði húsið sitt með beltagröfu. Hann eyðilagði einnig bílinn sinn, en var ekki ákærður fyrir það. Dómsmál gegn Birni Braga Mikkelssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en Björn Bragi mætti ekki í þingfestinguna. Björn er meðal annars ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt á Álftanesi í júní árið 2009. Húsið var í eigu Frjálsa fjárfestingabankans. Björn Bragi skemmdi einbýlishúsið sitt með beltagröfu á þjóðhátíðardaginn fyrir tveimur árum síðan. Málið þótti vera miskunnarlaus birtingamynd afleiðinga bankahrunsins. Í viðtali við Fréttablaðið nokkrum dögum eftir að hann eyðilagði húsið, sagði hann að ástæðan hafi verið sú að annars hefði hann þurft að afsala húsinu í hendur sýslumannsins. En Björn er einnig ákærður fyrir fjársvik, skilasvik og meiriháttar bókhaldssvik. Þá er hann sakaður um að hafa svikið par um sjö milljónir króna sem þau greiddu inn á reikning félags í hans eigu. Greiðslan var vegna einingahús. Greiðslan átti að fara til framleiðanda í Finnlandi en þangað barst hún aldrei. Þá er Björn einnig ákærður fyrir að svíkja fjórar milljónir með sama hætti af öðrum manni. Greiðslur fólksins fóru inn á reikning félags Björns Braga en fjármunir á þeim reikningi voru ýmist nýttir í rekstur félagsins eða í persónuleg útgjöld ákærða, áður en það var að lokum tekið til gjaldþrotaskipta að því er greinir frá í ákæruskjali. Í viðtali við Vísi sumarið 2009 var hann inntur eftir meintum fjársvikum gagnvart viðskiptavinum sínum. Björn sagði þá að hann hefði ætlað að selja húsið sitt til þess að bæta fyrir tjónið sem hann olli. Eignarhlutur hans í húsinu hafi hinsvegar horfið þegar gengi krónunnar hrundi. Hann segist hafa átt rúmar 35 milljónir í húsinu áður en allt hrundi. Um parið sem Vísir ræddi við sagði Björn: „Þetta er toppfólk. Þvílíkt fyrirmyndarfólk en ég veit ekki hvað ég get gert fyrir þau skilurðu? Ég er ekki búinn að hafa það gott yfir þessu góða fólki." Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Dómsmál gegn Birni Braga Mikkelssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en Björn Bragi mætti ekki í þingfestinguna. Björn er meðal annars ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt á Álftanesi í júní árið 2009. Húsið var í eigu Frjálsa fjárfestingabankans. Björn Bragi skemmdi einbýlishúsið sitt með beltagröfu á þjóðhátíðardaginn fyrir tveimur árum síðan. Málið þótti vera miskunnarlaus birtingamynd afleiðinga bankahrunsins. Í viðtali við Fréttablaðið nokkrum dögum eftir að hann eyðilagði húsið, sagði hann að ástæðan hafi verið sú að annars hefði hann þurft að afsala húsinu í hendur sýslumannsins. En Björn er einnig ákærður fyrir fjársvik, skilasvik og meiriháttar bókhaldssvik. Þá er hann sakaður um að hafa svikið par um sjö milljónir króna sem þau greiddu inn á reikning félags í hans eigu. Greiðslan var vegna einingahús. Greiðslan átti að fara til framleiðanda í Finnlandi en þangað barst hún aldrei. Þá er Björn einnig ákærður fyrir að svíkja fjórar milljónir með sama hætti af öðrum manni. Greiðslur fólksins fóru inn á reikning félags Björns Braga en fjármunir á þeim reikningi voru ýmist nýttir í rekstur félagsins eða í persónuleg útgjöld ákærða, áður en það var að lokum tekið til gjaldþrotaskipta að því er greinir frá í ákæruskjali. Í viðtali við Vísi sumarið 2009 var hann inntur eftir meintum fjársvikum gagnvart viðskiptavinum sínum. Björn sagði þá að hann hefði ætlað að selja húsið sitt til þess að bæta fyrir tjónið sem hann olli. Eignarhlutur hans í húsinu hafi hinsvegar horfið þegar gengi krónunnar hrundi. Hann segist hafa átt rúmar 35 milljónir í húsinu áður en allt hrundi. Um parið sem Vísir ræddi við sagði Björn: „Þetta er toppfólk. Þvílíkt fyrirmyndarfólk en ég veit ekki hvað ég get gert fyrir þau skilurðu? Ég er ekki búinn að hafa það gott yfir þessu góða fólki."
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira