Umferðarstofa: Lífið er mikils virði 6. september 2011 12:45 Eins og sést á bílnum, þá er maðurinn beinlínis heppinn að hafa sloppið lifandi frá slysinu. Mynd / Egill „Það virðist vera eitthvað í mannlegu eðli sem veldur því að menn missa hreinlega stjórn á sér," segir Sigurður Helgason, starfsmaður Umferðarstofu, um kappakstur á götum úti. Þrjú slys hafa orðið á skömmum tíma sem öll mega rekja til glæfraaksturs á götum úti þar sem ökumenn kepptu við hvorn annan á gríðarlegum hraða. Eitt skiptið endaði með harmleik; þá lést Eyþór Darri Róbertsson, degi áður en hann varð 18 ára gamall. Nýjasta slysið er heldur sérkennilegt. Þar öttu kappi 25 ára ökumaður og svo 67 ára gamall maður. „Það er ekki ólíklegt að sá maður sé afi einhvers sem er með ökuréttindi," segir Sigurður sem þykir aksturslag mannsins ekki beinlínis til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um kappakstur á götum úti undanfarnar vikur þá eru jákvæð teikn á lofti. „Tilvikunum hefur stórfækkað. Þar spilar markviss fræðsla miklu máli," segir Sigurður en tryggingafélögin, og Umferðarstofa um tíma, stóðu að námskeiði fyrir unga ökumenn, þar sem þeir voru fræddir um alvarleika hraðaksturs. Þá er einnig til annað úrræði þar sem hægt er að setja ökumenn í akstursbann, í kjölfarið þurfa þeir að sækja dýrt námskeið og þaðan verða þeir að útskrifast með láði til þess að endurheimta ökuskírteinið. Samt sem áður er alltaf eitthvað um hraðakstur. Enn er spyrnt á götum úti og svo virðist sem ökumenn, ungir sem aldnir, taki ekki mark á fregnum um dauðaslys vegna hraðaksturs. „Það er bara ein grundvallarhugsun sem þarf að komast inn í kollinn, það er að menn átti sig á því að lífið er mikils virði," segir Sigurður að lokum. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Sjá meira
„Það virðist vera eitthvað í mannlegu eðli sem veldur því að menn missa hreinlega stjórn á sér," segir Sigurður Helgason, starfsmaður Umferðarstofu, um kappakstur á götum úti. Þrjú slys hafa orðið á skömmum tíma sem öll mega rekja til glæfraaksturs á götum úti þar sem ökumenn kepptu við hvorn annan á gríðarlegum hraða. Eitt skiptið endaði með harmleik; þá lést Eyþór Darri Róbertsson, degi áður en hann varð 18 ára gamall. Nýjasta slysið er heldur sérkennilegt. Þar öttu kappi 25 ára ökumaður og svo 67 ára gamall maður. „Það er ekki ólíklegt að sá maður sé afi einhvers sem er með ökuréttindi," segir Sigurður sem þykir aksturslag mannsins ekki beinlínis til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um kappakstur á götum úti undanfarnar vikur þá eru jákvæð teikn á lofti. „Tilvikunum hefur stórfækkað. Þar spilar markviss fræðsla miklu máli," segir Sigurður en tryggingafélögin, og Umferðarstofa um tíma, stóðu að námskeiði fyrir unga ökumenn, þar sem þeir voru fræddir um alvarleika hraðaksturs. Þá er einnig til annað úrræði þar sem hægt er að setja ökumenn í akstursbann, í kjölfarið þurfa þeir að sækja dýrt námskeið og þaðan verða þeir að útskrifast með láði til þess að endurheimta ökuskírteinið. Samt sem áður er alltaf eitthvað um hraðakstur. Enn er spyrnt á götum úti og svo virðist sem ökumenn, ungir sem aldnir, taki ekki mark á fregnum um dauðaslys vegna hraðaksturs. „Það er bara ein grundvallarhugsun sem þarf að komast inn í kollinn, það er að menn átti sig á því að lífið er mikils virði," segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Sjá meira