Erlent

Hjartaþræðingar taka skemmri tíma en áður

Mynd úr safni
Hjartaþræðingar í Bandaríkjunum taka nú miklu skemmri tíma en nokkru sinnum áður. Þetta sýnir ný rannsóknarskýrsla sem birt var í tímaritinu Circulation, sem er tímarit Amerísku hjartasamtakanna.

Kannað var hve langan tíma það tók að gera hjartaþræðingar á þrjúhundruð þúsund manns víðsvegar um Bandaríkin á árunum 2005 til 2010. Niðurstöður sýna að tíminn sem fer í að gera slíka aðgerð var að meðaltali 96 mínútur árið 2005 en 64 mínútur árið 2010.

Harlan Krumholz, aðalmaðurinn að baki rannsókninni, segir að fyrir fimm árum síðan hafi fólk talið það vera ómögulegt að framkvæma slíka aðgerð á innan við 90 mínútum. Þessi rannsókn þýði að fólk sem fái hjartaáfall geti gengist undir aðgerð hratt og örugglega. Þess ber að geta að Krumholz framkvæmdi sjálfur slíka aðgerð á aðeins sextán mínútum við Yale-New Haven spítalann í síðustu viku.

ABC fréttastofan segir að gamlar vinnureglur geri ráð fyrir því að hjartaþræðingar taki innan við níutíu mínútur. Því styttri tíma sem slík aðgerð taki, þeim mun betra fyrir sjúklinginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×