Erlent

Irene eyðilagði hús rokksöngvara

Sebastian er miður sín yfir að hafa tapað minjum frá ferlinum með Skid Row.
Sebastian er miður sín yfir að hafa tapað minjum frá ferlinum með Skid Row. Mynd/AFP


Sebastian Bach fyrrum söngvari sveitarinnar Skid Row var einn þeirra sem missti húsið sitt í flóðunum sem fylgdu storminum Irene sem reið yfir Bandaríkin síðastliðna helgi. Söngvarinn sagði frá því á samskiptavefnum feisbúkk að stormurinn hefði eyðilagt heimili hans auk eigna sem erfitt væri að meta til fjár, þ.m.t heilmikið af minjum frá ferlinum með Skid Row. Hann segir m.a. "Ég er dofinn, sjokkeraður og miður mín yfir því að heimili mitt til 21 árs og húsið sem sjónvarpsþátturinn MTV Cribs fjallaði um á sínum tíma er gjöreyðilagt vegna gríðarlega flóða eftir storminn Irene."

Sebastian stendur í skilnaðarferli og segist hafa átt erfitt með að slíta tengslin við húsið en nú ætli guð honum augljóslega annað. "Hann hefur tekið ákvörðun fyrir mig. Ég held að hann sé einfaldlega að ýta við mér. New Jersey, takk fyrir 25 ár af rokki og róli. Nú er þetta búið."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×