Bjarni Ben: Ekki minni fjárfestingar síðan 1944 - hækkun skatta glapræði 11. ágúst 2011 12:01 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Mynd úr safni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjárfestingar hér á landi ekki hafa verið minni í sextíu og sjö ár eða frá lýðveldisstofnun. Því telur hann brýnt að ráðist verði í augljósar fjárfestingar sem allra fyrst. Hann segir algjört glapræði að ætla að hækka skatta ennfrekar. Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins líst illa á hugmyndir ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir til þess að stoppa upp í fjárlagagatið en segir þær þó ekki koma á óvart. „Þessi ríkisstjórn hefur ekki fundið upp á neinu öðru en að halda áfram að hækka skatta. Við erum komin í einskonar vítahring skattahækkana og frekari niðurskurðar þegar lausnin er svo augljóslega fólgin í því að koma af stað nýrri fjárfestingu, virkja orkuna og grípa þau tækifæri sem þar eru, skapa ró um sjávarútveginn og þau störf sem þar eru. Og koma hagvexti í gang, það er lykilatriði fyrir okkur íslendinga til þess að brjótast út úr þessari niðursveiflu sem við höfum verið að glíma við," segir Bjarni. Bjarni bendir á að fjárfestingar hér á landi hafi ekki verið minni í 67 ár, eða frá lýðveldsstofnun. Hann segir ennfremur að ekki sé meirihluti hjá ríkisstjórnarflokkunum fyrir því að fara í jafn sjálfsagða virkjanakosti og Neðri Þjórsá. „Það hafa komið yfirlýsingar frá þingmönnum Vinstri grænna um að þeir styðji ekki slíkar augljósar framkvæmdir. Þannig að á meðan við erum með Ríkisstjórn sem ekki grípur augljósustu tækifærin til þess að skapa ný verðmæti og auknar tekjur fyrir þjóðarbúið þá lendum við í þessum vítahring sívaxandi skattastigs og niðurskurðar." Lilja Mósesdóttir þingmaður viðraði hugmyndir um 10% skattahækkanir á útflutningsverðmæti um helgina, og sagði það geta skilað allt að 80 milljörðum í ríkissjóð. „Til þess að drífa hagvöxt þurfum við fjárfestingu og menn munu ekki fjárfesta í greinum þar sem verið er að hræra í skattastiginu endalaust og auka álögurnar. Við eigum að fagna því að vel gangi hjá útflutningsfyrirtækjunum og styðja við þá þróun. Við eigum að finna fleiri tækifæri í útflutningi til þess að fleiri geti ráðið til sín fólk, borgað þeim góð laun og skapað þjóðarbúinu gjaldeyristekjur. En að láta sér detta það í hug núna við þessar aðstæður að stöðva við þá þróun og taka meira af því fé til þess að standa undir þessu stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algjört glapræði,“ segir Bjarni að lokum. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjárfestingar hér á landi ekki hafa verið minni í sextíu og sjö ár eða frá lýðveldisstofnun. Því telur hann brýnt að ráðist verði í augljósar fjárfestingar sem allra fyrst. Hann segir algjört glapræði að ætla að hækka skatta ennfrekar. Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins líst illa á hugmyndir ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir til þess að stoppa upp í fjárlagagatið en segir þær þó ekki koma á óvart. „Þessi ríkisstjórn hefur ekki fundið upp á neinu öðru en að halda áfram að hækka skatta. Við erum komin í einskonar vítahring skattahækkana og frekari niðurskurðar þegar lausnin er svo augljóslega fólgin í því að koma af stað nýrri fjárfestingu, virkja orkuna og grípa þau tækifæri sem þar eru, skapa ró um sjávarútveginn og þau störf sem þar eru. Og koma hagvexti í gang, það er lykilatriði fyrir okkur íslendinga til þess að brjótast út úr þessari niðursveiflu sem við höfum verið að glíma við," segir Bjarni. Bjarni bendir á að fjárfestingar hér á landi hafi ekki verið minni í 67 ár, eða frá lýðveldsstofnun. Hann segir ennfremur að ekki sé meirihluti hjá ríkisstjórnarflokkunum fyrir því að fara í jafn sjálfsagða virkjanakosti og Neðri Þjórsá. „Það hafa komið yfirlýsingar frá þingmönnum Vinstri grænna um að þeir styðji ekki slíkar augljósar framkvæmdir. Þannig að á meðan við erum með Ríkisstjórn sem ekki grípur augljósustu tækifærin til þess að skapa ný verðmæti og auknar tekjur fyrir þjóðarbúið þá lendum við í þessum vítahring sívaxandi skattastigs og niðurskurðar." Lilja Mósesdóttir þingmaður viðraði hugmyndir um 10% skattahækkanir á útflutningsverðmæti um helgina, og sagði það geta skilað allt að 80 milljörðum í ríkissjóð. „Til þess að drífa hagvöxt þurfum við fjárfestingu og menn munu ekki fjárfesta í greinum þar sem verið er að hræra í skattastiginu endalaust og auka álögurnar. Við eigum að fagna því að vel gangi hjá útflutningsfyrirtækjunum og styðja við þá þróun. Við eigum að finna fleiri tækifæri í útflutningi til þess að fleiri geti ráðið til sín fólk, borgað þeim góð laun og skapað þjóðarbúinu gjaldeyristekjur. En að láta sér detta það í hug núna við þessar aðstæður að stöðva við þá þróun og taka meira af því fé til þess að standa undir þessu stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algjört glapræði,“ segir Bjarni að lokum.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira