Bjarni Ben: Ekki minni fjárfestingar síðan 1944 - hækkun skatta glapræði 11. ágúst 2011 12:01 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Mynd úr safni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjárfestingar hér á landi ekki hafa verið minni í sextíu og sjö ár eða frá lýðveldisstofnun. Því telur hann brýnt að ráðist verði í augljósar fjárfestingar sem allra fyrst. Hann segir algjört glapræði að ætla að hækka skatta ennfrekar. Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins líst illa á hugmyndir ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir til þess að stoppa upp í fjárlagagatið en segir þær þó ekki koma á óvart. „Þessi ríkisstjórn hefur ekki fundið upp á neinu öðru en að halda áfram að hækka skatta. Við erum komin í einskonar vítahring skattahækkana og frekari niðurskurðar þegar lausnin er svo augljóslega fólgin í því að koma af stað nýrri fjárfestingu, virkja orkuna og grípa þau tækifæri sem þar eru, skapa ró um sjávarútveginn og þau störf sem þar eru. Og koma hagvexti í gang, það er lykilatriði fyrir okkur íslendinga til þess að brjótast út úr þessari niðursveiflu sem við höfum verið að glíma við," segir Bjarni. Bjarni bendir á að fjárfestingar hér á landi hafi ekki verið minni í 67 ár, eða frá lýðveldsstofnun. Hann segir ennfremur að ekki sé meirihluti hjá ríkisstjórnarflokkunum fyrir því að fara í jafn sjálfsagða virkjanakosti og Neðri Þjórsá. „Það hafa komið yfirlýsingar frá þingmönnum Vinstri grænna um að þeir styðji ekki slíkar augljósar framkvæmdir. Þannig að á meðan við erum með Ríkisstjórn sem ekki grípur augljósustu tækifærin til þess að skapa ný verðmæti og auknar tekjur fyrir þjóðarbúið þá lendum við í þessum vítahring sívaxandi skattastigs og niðurskurðar." Lilja Mósesdóttir þingmaður viðraði hugmyndir um 10% skattahækkanir á útflutningsverðmæti um helgina, og sagði það geta skilað allt að 80 milljörðum í ríkissjóð. „Til þess að drífa hagvöxt þurfum við fjárfestingu og menn munu ekki fjárfesta í greinum þar sem verið er að hræra í skattastiginu endalaust og auka álögurnar. Við eigum að fagna því að vel gangi hjá útflutningsfyrirtækjunum og styðja við þá þróun. Við eigum að finna fleiri tækifæri í útflutningi til þess að fleiri geti ráðið til sín fólk, borgað þeim góð laun og skapað þjóðarbúinu gjaldeyristekjur. En að láta sér detta það í hug núna við þessar aðstæður að stöðva við þá þróun og taka meira af því fé til þess að standa undir þessu stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algjört glapræði,“ segir Bjarni að lokum. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjárfestingar hér á landi ekki hafa verið minni í sextíu og sjö ár eða frá lýðveldisstofnun. Því telur hann brýnt að ráðist verði í augljósar fjárfestingar sem allra fyrst. Hann segir algjört glapræði að ætla að hækka skatta ennfrekar. Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins líst illa á hugmyndir ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir til þess að stoppa upp í fjárlagagatið en segir þær þó ekki koma á óvart. „Þessi ríkisstjórn hefur ekki fundið upp á neinu öðru en að halda áfram að hækka skatta. Við erum komin í einskonar vítahring skattahækkana og frekari niðurskurðar þegar lausnin er svo augljóslega fólgin í því að koma af stað nýrri fjárfestingu, virkja orkuna og grípa þau tækifæri sem þar eru, skapa ró um sjávarútveginn og þau störf sem þar eru. Og koma hagvexti í gang, það er lykilatriði fyrir okkur íslendinga til þess að brjótast út úr þessari niðursveiflu sem við höfum verið að glíma við," segir Bjarni. Bjarni bendir á að fjárfestingar hér á landi hafi ekki verið minni í 67 ár, eða frá lýðveldsstofnun. Hann segir ennfremur að ekki sé meirihluti hjá ríkisstjórnarflokkunum fyrir því að fara í jafn sjálfsagða virkjanakosti og Neðri Þjórsá. „Það hafa komið yfirlýsingar frá þingmönnum Vinstri grænna um að þeir styðji ekki slíkar augljósar framkvæmdir. Þannig að á meðan við erum með Ríkisstjórn sem ekki grípur augljósustu tækifærin til þess að skapa ný verðmæti og auknar tekjur fyrir þjóðarbúið þá lendum við í þessum vítahring sívaxandi skattastigs og niðurskurðar." Lilja Mósesdóttir þingmaður viðraði hugmyndir um 10% skattahækkanir á útflutningsverðmæti um helgina, og sagði það geta skilað allt að 80 milljörðum í ríkissjóð. „Til þess að drífa hagvöxt þurfum við fjárfestingu og menn munu ekki fjárfesta í greinum þar sem verið er að hræra í skattastiginu endalaust og auka álögurnar. Við eigum að fagna því að vel gangi hjá útflutningsfyrirtækjunum og styðja við þá þróun. Við eigum að finna fleiri tækifæri í útflutningi til þess að fleiri geti ráðið til sín fólk, borgað þeim góð laun og skapað þjóðarbúinu gjaldeyristekjur. En að láta sér detta það í hug núna við þessar aðstæður að stöðva við þá þróun og taka meira af því fé til þess að standa undir þessu stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algjört glapræði,“ segir Bjarni að lokum.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira