Erlent

Aung San Suu Kyi hittir forseta Búrma

Aung San Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991.
Aung San Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Mynd/AFP
Þjóðarhetja Búrma, Aung San Suu Kyi, var í dag boðin á fund með forseta landsins. Fundurinn er einstakur og gæti verið „fyrsta skrefið í átt að þjóðarsátt" þar í landi. Upplýsingar um hvað fram fór á fundinum liggja ekki fyrir.

San Su Kyi, sem hefur eytt 15 af síðustu 22 árum í stofufangelsi, hefur síðan henni var sleppt ítrekað kallað eftir viðræðum við ríkisstjórnina. Loks varð ríkisstjórnin við óskum hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×