Erlent

Ísrael svarar fyrir sig

Átökin magnast milli Ísrael og Palestínu.
Átökin magnast milli Ísrael og Palestínu.
Ísraelsmenn sendu í nótt loftárásir yfir Gazasvæðið. Sex Palestínumenn létu lífið, þeirra á meðal ungur drengur. Sautján aðrir eru illa særðir. Loftárásirnar eru svar við árásum sem urðu í suður Ísrael í gær.

Í gær urðu rútubíll og fleiri bifreiðar fyrir skotárás við landamærin milli Egyptalands og Ísrael. Átta manns létu lífið. Ghazi Hamad, utanríkisráðherra Hamas samtakanna, neitaði öllum tengslum milli Gaza-svæðisins og árásanna í gær og lét í ljósi undrun sína yfir því að Ísrael ráðist af fullum krafti inn á Gaza áður en þeir vita nokkuð hver stendur að baki árásunum.


Tengdar fréttir

Rúta varð fyrir skotárás

Ísraelskur langferðabíll varð fyrir skothríð við landamærin milli Egyptalands og Ísrael nú fyrr í dag. „Þetta var hryðjuverkaárás," sagði á ísraelskri útvarpsstöð. Skothríðin virtist koma frá Egypsku hlið landamæranna, en minnst fjórir menn urðu fyrir meiðslum. Fréttir herma að ísraelskar öryggissveitir hafi elt árásarmennina uppi og þeir eigi nú í vopnuðum átökum.

Sjö látnir í Ísrael

Árásirnar í Ísrael í morgun eru þær blóðugustu í yfir tvö ár þar í landi. Sjö Ísraelar létust og um tuttugu særðust. Árásirnar voru þríþættar. Fyrst var skotið á rútubifreið sem innihélt venjulegt fólk og hermenn. Þá var sprengju skotið á fólksbíl og loks sprakk sprengja í vegarkanti þegar hermenn á leið á árásarstaðina fóru hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×