Krabbameinssjúk móðir: "Fékk djöfullegt bréf frá Tryggingastofnun" Erla Hlynsdóttir skrifar 9. ágúst 2011 13:00 Rakel Ósk á að greiða Tryggingastofnun til baka 82 þúsund á mánuði næstu 8 mánuði. Mánaðarlegar bætur hennar eru hins vegar aðeins 80 þúsund. Mynd úr einkasafni „Ég hef svo miklar áhyggjur af fjármálum að ég er byrjuð að taka róandi. Af og til á milli kvíðakasta yfir þessu man ég eftir þessum lífshættulegu veikindum mínum, áhyggjur fyrir þeim komast ekki með tærnar þar sem fjármálaáhyggjurnar hafa hælana," segir Rakel Sara Magnúsdóttir, 28 ára tveggja barna móðir sem greindist með eitlakrabbamein árið 2004. Hún fékk beinmerg frá litla bróður sínum á síðasta ári en það dugði ekki til. Krabbameinið er komið aftur og Rakel Sara er í enn einni krabbameinsmeðferðinni. Hún hefur þegið bætur frá Tryggingastofnun þar sem hún hefur verið óvinnufær vegna veikinda. Nú þarf hún hins vegar að endurgreiða hluta bótanna og fjárhagsstaðan verri en nokkru sinni fyrr. „Fyrir nokkrum dögum fékk ég djöfullegt bréf frá Tryggingastofnun sem er að rukka mig um nokkur hundruð þúsund vegna ofgreiddra bóta. Þessar svokölluðu ofgreiddu bætur voru nógu ömurlegar og hvað þá eftir að búið er að lækka þær um 70 þúsund," segir Rakel Sara á bloggsíðu sem hún heldur úti og segir frá baráttu sinni við krabbameinið. Samkvæmt bréfinu frá Tryggingastofnun á hún að endurgreiða 82 þúsund á mánuði næstu átta mánuði. Mánaðarlegar bætur hennar frá stofnuninni eru hins vegar aðeins 80 þúsund. Að átta mánuðum liðnum á hún því að vera búin að greiða Tryggingastofnun 16 þúsund krónum meira en hún hefur fengið í bætur á tímabilinu.„Ég er greinilega að bugast núna" „Dagurinn sem bréfið kom, byrjaði ég á því að kasta upp og leggjast upp í rúm og hágráta. Ég hef ekki grátið síðan ég bugaðist þarna einu sinni í mergskiptunum, ég er greinilega að bugast núna og get ekkert gert í því," segir hún. Rakel Sara hafnaði viðtali þegar blaðamaður hafði samband við hana, hún sagðist búin andlega en velkomið væri að vitna í bloggið hennar.Skortir skilning Hún er nýlegar byrjuð aftur í krabbameinsmeðferð og fékk stóran frumuskamt fyrir rúmri viku. „Ég er ekki orðin alvöru veik en það er að skella á núna. Ég er búin að vera svo lengi í þessu veikindum að mér finnst ég oft ekki fá skilning á því að ég er lífshættulega veik. Það er eins og sumt fólk sé bara búið að gleyma því að ég er veik af því að ég lít vel út og er með hár á hausnum," segir hún.Dagpeningar möguleg skýring Í samtali við fréttastofu tekur Rakel Sara fram að hún skilji ekki af hverju Tryggingastofnun rukki hana um endurgreiðslu, en dettur helst í hug að dagpeningar sem hún hafi fengið þegar hún var í beinmergsskiptunum hafi orðið til þess að stofnunina telur hana hafa fengið of mikið greitt. Þeir dagpeningar hafi þó komið frá Tryggingastofnun sjálfri. Hún hefur þegar sett sig í samband við Tryggingastofnun vegna bréfsins til að komast til botns í málinu. Rakel Sara segir erfitt að þiggja fjárhagsaðstoð og líði hreinlega eins og „aumingja" en eftir hvatningu frá lesendum bloggsíðunnar sem sögðust vilja leggja henni lið fjárhagslega hefur Rakel Sara birt þar reiknisnúmerið sitt sem er 0117-26-7989 og kennitalan 080583-4949.Bloggsíða Rakelar Söru er hér.Um ellefu þúsund lífeyrisþegar fengu ofgreitt frá Tryggingastofnun ríkisins, samkvæmt endurreikningi og uppgjöri bóta fyrir síðasta ár.Þar af þurfa um 3 þúsund lífeyrisþegar að endurgreiða 100 þúsund krónur eða meira. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Ég hef svo miklar áhyggjur af fjármálum að ég er byrjuð að taka róandi. Af og til á milli kvíðakasta yfir þessu man ég eftir þessum lífshættulegu veikindum mínum, áhyggjur fyrir þeim komast ekki með tærnar þar sem fjármálaáhyggjurnar hafa hælana," segir Rakel Sara Magnúsdóttir, 28 ára tveggja barna móðir sem greindist með eitlakrabbamein árið 2004. Hún fékk beinmerg frá litla bróður sínum á síðasta ári en það dugði ekki til. Krabbameinið er komið aftur og Rakel Sara er í enn einni krabbameinsmeðferðinni. Hún hefur þegið bætur frá Tryggingastofnun þar sem hún hefur verið óvinnufær vegna veikinda. Nú þarf hún hins vegar að endurgreiða hluta bótanna og fjárhagsstaðan verri en nokkru sinni fyrr. „Fyrir nokkrum dögum fékk ég djöfullegt bréf frá Tryggingastofnun sem er að rukka mig um nokkur hundruð þúsund vegna ofgreiddra bóta. Þessar svokölluðu ofgreiddu bætur voru nógu ömurlegar og hvað þá eftir að búið er að lækka þær um 70 þúsund," segir Rakel Sara á bloggsíðu sem hún heldur úti og segir frá baráttu sinni við krabbameinið. Samkvæmt bréfinu frá Tryggingastofnun á hún að endurgreiða 82 þúsund á mánuði næstu átta mánuði. Mánaðarlegar bætur hennar frá stofnuninni eru hins vegar aðeins 80 þúsund. Að átta mánuðum liðnum á hún því að vera búin að greiða Tryggingastofnun 16 þúsund krónum meira en hún hefur fengið í bætur á tímabilinu.„Ég er greinilega að bugast núna" „Dagurinn sem bréfið kom, byrjaði ég á því að kasta upp og leggjast upp í rúm og hágráta. Ég hef ekki grátið síðan ég bugaðist þarna einu sinni í mergskiptunum, ég er greinilega að bugast núna og get ekkert gert í því," segir hún. Rakel Sara hafnaði viðtali þegar blaðamaður hafði samband við hana, hún sagðist búin andlega en velkomið væri að vitna í bloggið hennar.Skortir skilning Hún er nýlegar byrjuð aftur í krabbameinsmeðferð og fékk stóran frumuskamt fyrir rúmri viku. „Ég er ekki orðin alvöru veik en það er að skella á núna. Ég er búin að vera svo lengi í þessu veikindum að mér finnst ég oft ekki fá skilning á því að ég er lífshættulega veik. Það er eins og sumt fólk sé bara búið að gleyma því að ég er veik af því að ég lít vel út og er með hár á hausnum," segir hún.Dagpeningar möguleg skýring Í samtali við fréttastofu tekur Rakel Sara fram að hún skilji ekki af hverju Tryggingastofnun rukki hana um endurgreiðslu, en dettur helst í hug að dagpeningar sem hún hafi fengið þegar hún var í beinmergsskiptunum hafi orðið til þess að stofnunina telur hana hafa fengið of mikið greitt. Þeir dagpeningar hafi þó komið frá Tryggingastofnun sjálfri. Hún hefur þegar sett sig í samband við Tryggingastofnun vegna bréfsins til að komast til botns í málinu. Rakel Sara segir erfitt að þiggja fjárhagsaðstoð og líði hreinlega eins og „aumingja" en eftir hvatningu frá lesendum bloggsíðunnar sem sögðust vilja leggja henni lið fjárhagslega hefur Rakel Sara birt þar reiknisnúmerið sitt sem er 0117-26-7989 og kennitalan 080583-4949.Bloggsíða Rakelar Söru er hér.Um ellefu þúsund lífeyrisþegar fengu ofgreitt frá Tryggingastofnun ríkisins, samkvæmt endurreikningi og uppgjöri bóta fyrir síðasta ár.Þar af þurfa um 3 þúsund lífeyrisþegar að endurgreiða 100 þúsund krónur eða meira.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira