Dettifossvegi eystri lokað á miðnætti vegna geimverumyndar 20. júlí 2011 09:49 Dettifoss. Ridley Scott, Charlize Theron, Michael Fassbender og Noomi Rapace eru meðal þeirra kvikmyndastjarna sem dvalið hafa hér á landi í tengslum við tökur á geimverumyndinni við rætur Heklu og Dettifoss. Mynd/Vilhelm Dettifossvegur eystri, sem er afleggjarinn frá Hólsfjallavegi niður að Dettifossi, verður lokaður frá miðnætti í kvöld og fram á miðnætti á föstudagskvöld. Þetta er gert í tengslum við tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, en líkt og áður hefur verið greint frá verður aðgangur almennings að Dettifossi takmarkaður. Sjálfur Hólsfjallavegurinn verður hins vegar opinn. Lokun afleggjarans á ekki að hafa mikil áhrif en hann er stuttur eða um 1,5 km. Vegagerðin bendir þeim sem vilja skoða Dettifoss á að fara veg nr. 862 á vesturbakka Jökulsár. Hundruð ferðamanna koma að fossinum dag hvern. Opið verður fyrir aðgang vestan megin fossinn en til stóð að loka fyrir aðgengi bæði austan- og vestanmegin en hætt var við það. „Það var í raun farinn millivegurinn til að loka ekki alfarið fyrir umferð ferðamanna. Það var eftir mjög góða samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Vatnajökulsþjóðgarð sem það var ákveðið," segir Þór Kjartansson, starfsmaður framleiðslufyrirtækisins True North, í samtali við Fréttablaðið í dag, en framleiðslufyrirtækið aðstoðar tökulið Prómeþeusar. Hann bætir við að björgunarsveitarmenn verði á vakt vestan megin við fossinn til að leiðbeina fólki á réttan stað svo það fái litið hinn glæsilega foss án þess að trufla tökurnar. Tengdar fréttir Geimverur loka náttúruperlu Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu. 13. júlí 2011 09:33 Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar. 12. júlí 2011 10:00 Scott takmarkar aðgengi að Dettifossi Aðgengi ferðamanna að Dettifossi verður lokað að austanverðu á fimmtudag og föstudag á meðan tökur á stórmyndinni Prómeþeusi fara þar fram. Opið verður fyrir aðgang vestan megin við fossinn. 20. júlí 2011 15:00 Stórstjörnur við Heklu „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. 11. júlí 2011 09:00 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Dettifossvegur eystri, sem er afleggjarinn frá Hólsfjallavegi niður að Dettifossi, verður lokaður frá miðnætti í kvöld og fram á miðnætti á föstudagskvöld. Þetta er gert í tengslum við tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, en líkt og áður hefur verið greint frá verður aðgangur almennings að Dettifossi takmarkaður. Sjálfur Hólsfjallavegurinn verður hins vegar opinn. Lokun afleggjarans á ekki að hafa mikil áhrif en hann er stuttur eða um 1,5 km. Vegagerðin bendir þeim sem vilja skoða Dettifoss á að fara veg nr. 862 á vesturbakka Jökulsár. Hundruð ferðamanna koma að fossinum dag hvern. Opið verður fyrir aðgang vestan megin fossinn en til stóð að loka fyrir aðgengi bæði austan- og vestanmegin en hætt var við það. „Það var í raun farinn millivegurinn til að loka ekki alfarið fyrir umferð ferðamanna. Það var eftir mjög góða samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Vatnajökulsþjóðgarð sem það var ákveðið," segir Þór Kjartansson, starfsmaður framleiðslufyrirtækisins True North, í samtali við Fréttablaðið í dag, en framleiðslufyrirtækið aðstoðar tökulið Prómeþeusar. Hann bætir við að björgunarsveitarmenn verði á vakt vestan megin við fossinn til að leiðbeina fólki á réttan stað svo það fái litið hinn glæsilega foss án þess að trufla tökurnar.
Tengdar fréttir Geimverur loka náttúruperlu Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu. 13. júlí 2011 09:33 Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar. 12. júlí 2011 10:00 Scott takmarkar aðgengi að Dettifossi Aðgengi ferðamanna að Dettifossi verður lokað að austanverðu á fimmtudag og föstudag á meðan tökur á stórmyndinni Prómeþeusi fara þar fram. Opið verður fyrir aðgang vestan megin við fossinn. 20. júlí 2011 15:00 Stórstjörnur við Heklu „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. 11. júlí 2011 09:00 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Geimverur loka náttúruperlu Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu. 13. júlí 2011 09:33
Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar. 12. júlí 2011 10:00
Scott takmarkar aðgengi að Dettifossi Aðgengi ferðamanna að Dettifossi verður lokað að austanverðu á fimmtudag og föstudag á meðan tökur á stórmyndinni Prómeþeusi fara þar fram. Opið verður fyrir aðgang vestan megin við fossinn. 20. júlí 2011 15:00
Stórstjörnur við Heklu „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. 11. júlí 2011 09:00