Dettifossvegi eystri lokað á miðnætti vegna geimverumyndar 20. júlí 2011 09:49 Dettifoss. Ridley Scott, Charlize Theron, Michael Fassbender og Noomi Rapace eru meðal þeirra kvikmyndastjarna sem dvalið hafa hér á landi í tengslum við tökur á geimverumyndinni við rætur Heklu og Dettifoss. Mynd/Vilhelm Dettifossvegur eystri, sem er afleggjarinn frá Hólsfjallavegi niður að Dettifossi, verður lokaður frá miðnætti í kvöld og fram á miðnætti á föstudagskvöld. Þetta er gert í tengslum við tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, en líkt og áður hefur verið greint frá verður aðgangur almennings að Dettifossi takmarkaður. Sjálfur Hólsfjallavegurinn verður hins vegar opinn. Lokun afleggjarans á ekki að hafa mikil áhrif en hann er stuttur eða um 1,5 km. Vegagerðin bendir þeim sem vilja skoða Dettifoss á að fara veg nr. 862 á vesturbakka Jökulsár. Hundruð ferðamanna koma að fossinum dag hvern. Opið verður fyrir aðgang vestan megin fossinn en til stóð að loka fyrir aðgengi bæði austan- og vestanmegin en hætt var við það. „Það var í raun farinn millivegurinn til að loka ekki alfarið fyrir umferð ferðamanna. Það var eftir mjög góða samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Vatnajökulsþjóðgarð sem það var ákveðið," segir Þór Kjartansson, starfsmaður framleiðslufyrirtækisins True North, í samtali við Fréttablaðið í dag, en framleiðslufyrirtækið aðstoðar tökulið Prómeþeusar. Hann bætir við að björgunarsveitarmenn verði á vakt vestan megin við fossinn til að leiðbeina fólki á réttan stað svo það fái litið hinn glæsilega foss án þess að trufla tökurnar. Tengdar fréttir Geimverur loka náttúruperlu Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu. 13. júlí 2011 09:33 Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar. 12. júlí 2011 10:00 Scott takmarkar aðgengi að Dettifossi Aðgengi ferðamanna að Dettifossi verður lokað að austanverðu á fimmtudag og föstudag á meðan tökur á stórmyndinni Prómeþeusi fara þar fram. Opið verður fyrir aðgang vestan megin við fossinn. 20. júlí 2011 15:00 Stórstjörnur við Heklu „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. 11. júlí 2011 09:00 Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Dettifossvegur eystri, sem er afleggjarinn frá Hólsfjallavegi niður að Dettifossi, verður lokaður frá miðnætti í kvöld og fram á miðnætti á föstudagskvöld. Þetta er gert í tengslum við tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, en líkt og áður hefur verið greint frá verður aðgangur almennings að Dettifossi takmarkaður. Sjálfur Hólsfjallavegurinn verður hins vegar opinn. Lokun afleggjarans á ekki að hafa mikil áhrif en hann er stuttur eða um 1,5 km. Vegagerðin bendir þeim sem vilja skoða Dettifoss á að fara veg nr. 862 á vesturbakka Jökulsár. Hundruð ferðamanna koma að fossinum dag hvern. Opið verður fyrir aðgang vestan megin fossinn en til stóð að loka fyrir aðgengi bæði austan- og vestanmegin en hætt var við það. „Það var í raun farinn millivegurinn til að loka ekki alfarið fyrir umferð ferðamanna. Það var eftir mjög góða samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Vatnajökulsþjóðgarð sem það var ákveðið," segir Þór Kjartansson, starfsmaður framleiðslufyrirtækisins True North, í samtali við Fréttablaðið í dag, en framleiðslufyrirtækið aðstoðar tökulið Prómeþeusar. Hann bætir við að björgunarsveitarmenn verði á vakt vestan megin við fossinn til að leiðbeina fólki á réttan stað svo það fái litið hinn glæsilega foss án þess að trufla tökurnar.
Tengdar fréttir Geimverur loka náttúruperlu Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu. 13. júlí 2011 09:33 Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar. 12. júlí 2011 10:00 Scott takmarkar aðgengi að Dettifossi Aðgengi ferðamanna að Dettifossi verður lokað að austanverðu á fimmtudag og föstudag á meðan tökur á stórmyndinni Prómeþeusi fara þar fram. Opið verður fyrir aðgang vestan megin við fossinn. 20. júlí 2011 15:00 Stórstjörnur við Heklu „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. 11. júlí 2011 09:00 Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Geimverur loka náttúruperlu Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu. 13. júlí 2011 09:33
Ridley Scott og félagar sprengja í Rangárþingi ytra Breski leikstjórinn Ridley Scott hefur fengið leyfi til sprenginga frá 5. júlí til 1. ágúst við Dómadalsleið samkvæmt fundargerð hreppsnefndar Rangárþings ytra. Í fundargerðinni kemur jafnframt fram að aðeins verði sprengt þrjá daga innan þess tímaramma. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru sprengingarnar ekki stórar heldur eru einungis hugsaðar sjónrænt fyrir tökuvélarnar. 12. júlí 2011 10:00
Scott takmarkar aðgengi að Dettifossi Aðgengi ferðamanna að Dettifossi verður lokað að austanverðu á fimmtudag og föstudag á meðan tökur á stórmyndinni Prómeþeusi fara þar fram. Opið verður fyrir aðgang vestan megin við fossinn. 20. júlí 2011 15:00
Stórstjörnur við Heklu „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. 11. júlí 2011 09:00