Innlent

Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. Mynd/ E.Ól.
Maðurinn hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. Mynd/ E.Ól. Mynd/E. Ól.
Guðmundur Helgi Sigurðsson, 23 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða konunni sem nauðgað var 1,5 milljónir króna.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa, í apríl síðastliðnum, nauðgað konu sem hann þekkti og neytt félaga þeirra beggja til þess að taka þátt í nauðguninni. Dómurinn segir augljóst að sá sem ákærður var hafi beint að hinum tveimur fyrirskipunum um kynmök sem vegna ótta þeirra beggja reyndust vera valdboð sem þau hlýddu.

Þá var maðurinn jafnframt ákærður fyrir að nauðga stúlku sem hann hafði kynnst á Facebook en var sýknaður af þeirri ákæru. Hann var sakaður um að hafa þröngvað stúlkunni til frekari kynmaka eftir að kynmök með samþykki stúlkunnar voru hafin. Dómurinn taldi að þær ásakanir sem bornar voru á hann í því tilfelli væru ósannaðar.

Maðurinn var að auki dæmdur fyrir að hafa í fjölmörg skipti ekið án ökuréttinda og að hafa brotið önnur umferðarlög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×