Bruninn í Eden: Mildi að ekki hreyfði vind 22. júlí 2011 18:58 Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt. Eldhafið var gríðarlegt og áttu slökkviliðsmenn ekki annan kost en að láta húsið brenna til ösku. Ekki leikur grunur á íkveikju en mildi þótti að ekki hreyfði vind því annars hefði eitraður reykur getað lagst yfir Hveragerði. Eldsins varð vart laust eftir miðnætti í gærnótt. Húsið varð alelda á innan við hálftíma. Eldtungurnar teygðu sig langt til himins og gríðarlegur hávaði barst frá eldinum. Slökkviliðsmenn reyndu að fara inn í húsið en urðu að hörfa undan æðandi eldtungum. Vegfarendur fylgdust með og voru margir í uppnámi þegar eldurinn hreinlega gleypti Eden. Hvergerðingar voru heppnir að ekki hreyfði vind, annars hefði getað farið verr. „Já, það var mikil mildi að það var blankalogn. Orkan í eldinum var slík að eldurinn skapaði sitt eigið veðurkerfi, háloftavindarnir báru reykinn burt og ég hefði ekki viljað sjá þennan reyk leggjast yfir bæinn með þeim eiturefnum sem í honum er," segir Pétur Pétursson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Ekki leikur grunur á íkveikju. „Rannsókn stendur yfir en ekki grunur um íkveikju," segir Pétur. Um hálf fimm leytið í morgun var eldurinn kulnaður, slökkviliðsmenn stóðu vaktina og um hádegisbilið í dag var rannsókn á brunanum hafin.Það er ljóst að krafturinn í eldinum í gær var mikill og húsið rústir einar, sumir bæjarbúar segja það hins vegar táknrænt að eina sem eftir standi sé hurðin. Sjálfur inngangurinn að Eden. „Þetta er gríðarlegt áfall," segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarastjóri. Eden eigi sér langa sögu. Aldís varð sjálf vitni að brunanum þar sem hún var á kvöldgöngu og tilkynnti hann til neyðarlínunnar. „Þetta var með ólíkindum að sjá hversu hratt hann breiddist út. Húsið fuðraði upp." Bruninn í Eden hefur vakið sterk viðbrögð víða í samfélaginu. Nær allir Íslendingar eiga sínar minningar úr Eden. Fjölmargir lögðu leið sína að rústum Eden í dag til að berja rústirnar augum. Tengdar fréttir Töluvert tjón í brunanum Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk. 22. júlí 2011 00:55 Eldurinn í Eden er áfall fyrir Hvergerðinga "Þetta er auðvitað mjög mikið áfall að svona skyldi hafa farið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Eins og greint hefur verið frá brann Eden í Hveragerði til kaldra kola í nótt. 22. júlí 2011 09:19 Slökkviliðsmenn forðuðu sér undan æðandi eldtungum Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. 22. júlí 2011 07:14 Eden brunnið til grunna Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna. 22. júlí 2011 01:37 Adam og Eva enn í Eden Þrátt fyrir að Eden sé nú brunarústir einar, virðast Adam og Eva ekki hafa hug á að yfirgefa aldingarðin sjálfviljug. Eldurinn náði að leggja undir sig allt húsið á innan við hálftíma og át í sig allt sem á vegi hans varð. Það virðist hinsvegar hafa verið honum ofviða að læsa klóm sínum í viðarhurðina á framhlið hússins, en hana prýða útskornar myndir af Adam og Evu. 22. júlí 2011 11:21 Eden er alelda Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast. 22. júlí 2011 00:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt. Eldhafið var gríðarlegt og áttu slökkviliðsmenn ekki annan kost en að láta húsið brenna til ösku. Ekki leikur grunur á íkveikju en mildi þótti að ekki hreyfði vind því annars hefði eitraður reykur getað lagst yfir Hveragerði. Eldsins varð vart laust eftir miðnætti í gærnótt. Húsið varð alelda á innan við hálftíma. Eldtungurnar teygðu sig langt til himins og gríðarlegur hávaði barst frá eldinum. Slökkviliðsmenn reyndu að fara inn í húsið en urðu að hörfa undan æðandi eldtungum. Vegfarendur fylgdust með og voru margir í uppnámi þegar eldurinn hreinlega gleypti Eden. Hvergerðingar voru heppnir að ekki hreyfði vind, annars hefði getað farið verr. „Já, það var mikil mildi að það var blankalogn. Orkan í eldinum var slík að eldurinn skapaði sitt eigið veðurkerfi, háloftavindarnir báru reykinn burt og ég hefði ekki viljað sjá þennan reyk leggjast yfir bæinn með þeim eiturefnum sem í honum er," segir Pétur Pétursson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Ekki leikur grunur á íkveikju. „Rannsókn stendur yfir en ekki grunur um íkveikju," segir Pétur. Um hálf fimm leytið í morgun var eldurinn kulnaður, slökkviliðsmenn stóðu vaktina og um hádegisbilið í dag var rannsókn á brunanum hafin.Það er ljóst að krafturinn í eldinum í gær var mikill og húsið rústir einar, sumir bæjarbúar segja það hins vegar táknrænt að eina sem eftir standi sé hurðin. Sjálfur inngangurinn að Eden. „Þetta er gríðarlegt áfall," segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarastjóri. Eden eigi sér langa sögu. Aldís varð sjálf vitni að brunanum þar sem hún var á kvöldgöngu og tilkynnti hann til neyðarlínunnar. „Þetta var með ólíkindum að sjá hversu hratt hann breiddist út. Húsið fuðraði upp." Bruninn í Eden hefur vakið sterk viðbrögð víða í samfélaginu. Nær allir Íslendingar eiga sínar minningar úr Eden. Fjölmargir lögðu leið sína að rústum Eden í dag til að berja rústirnar augum.
Tengdar fréttir Töluvert tjón í brunanum Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk. 22. júlí 2011 00:55 Eldurinn í Eden er áfall fyrir Hvergerðinga "Þetta er auðvitað mjög mikið áfall að svona skyldi hafa farið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Eins og greint hefur verið frá brann Eden í Hveragerði til kaldra kola í nótt. 22. júlí 2011 09:19 Slökkviliðsmenn forðuðu sér undan æðandi eldtungum Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. 22. júlí 2011 07:14 Eden brunnið til grunna Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna. 22. júlí 2011 01:37 Adam og Eva enn í Eden Þrátt fyrir að Eden sé nú brunarústir einar, virðast Adam og Eva ekki hafa hug á að yfirgefa aldingarðin sjálfviljug. Eldurinn náði að leggja undir sig allt húsið á innan við hálftíma og át í sig allt sem á vegi hans varð. Það virðist hinsvegar hafa verið honum ofviða að læsa klóm sínum í viðarhurðina á framhlið hússins, en hana prýða útskornar myndir af Adam og Evu. 22. júlí 2011 11:21 Eden er alelda Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast. 22. júlí 2011 00:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Töluvert tjón í brunanum Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk. 22. júlí 2011 00:55
Eldurinn í Eden er áfall fyrir Hvergerðinga "Þetta er auðvitað mjög mikið áfall að svona skyldi hafa farið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Eins og greint hefur verið frá brann Eden í Hveragerði til kaldra kola í nótt. 22. júlí 2011 09:19
Slökkviliðsmenn forðuðu sér undan æðandi eldtungum Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. 22. júlí 2011 07:14
Eden brunnið til grunna Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna. 22. júlí 2011 01:37
Adam og Eva enn í Eden Þrátt fyrir að Eden sé nú brunarústir einar, virðast Adam og Eva ekki hafa hug á að yfirgefa aldingarðin sjálfviljug. Eldurinn náði að leggja undir sig allt húsið á innan við hálftíma og át í sig allt sem á vegi hans varð. Það virðist hinsvegar hafa verið honum ofviða að læsa klóm sínum í viðarhurðina á framhlið hússins, en hana prýða útskornar myndir af Adam og Evu. 22. júlí 2011 11:21
Eden er alelda Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast. 22. júlí 2011 00:36