Erlent

Amy Winehouse fannst látin í íbúð sinni

Amy Winehouse er látin - 27 ára að aldri.
Amy Winehouse er látin - 27 ára að aldri. Mynd/AFP
Breska söngkonan Amy Winehouse er látin. Hún fannst látin á heimili sínu í norðurhluta Lundúnarborgar í dag og rannsakar lögregla málið sem óútskýrt dauðsfall. Lífgunartilraunir báru ekki árangur þegar sjúkraflutningamenn komu á heimili hennar og var hún úrskurðuð látin á heimili sínu.Winehouse hefur átt við alkahólisma að stríða í mörg ár og neytti sömuleiðis ólöglegra vímuefna. Hún var tuttugu og sjö ára.

Í síðasta mánuði hóf hún tónleikaferð um Evrópu sem byrjaði mjög illa þar sem hún var áberandi drukkin á sviðinu og gat varla flutt lögin sín skammarlaust. Hún hefur verið ein vinsælasta söngkona heims allt frá því fyrsta breiðskífa hennar kom út árið 2003.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.