Druslur í miðbænum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 23. júlí 2011 21:00 Druslulega klæddir hópar gengu fylktu liði á hvorki meira né minna en fjórum stöðum á landinu í dag. Tilefnið var hin svokallaða drusluganga en upphaflega átti hún einungis að fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Áhugi Íslendinga lét þó ekki á sér standa og voru þrjár göngur skipulagðar til viðbótar, á Akureyri, Ísafirði og í Reykjanesbæ. Druslugöngunni er ætlað að uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. „Það skiptir ekki máli hverju maður klæðist, maður er aldrei ábyrgur fyrir því að manni er nauðgað," segir Margrét Erla Maack, þátttakandi göngunnar í Reykjavík. Fyrirmyndin er ganga sem haldin var í Toronto í apríl eftir að lögreglustjóri borgarinnar sagði að konur þyrftu að forðast að klæða sig eins og druslur til að verða ekki fórnarlömb nauðgana. Starri Hauksson, annar þátttakandi reykvísku göngunnar, segir þörf vera fyrir viðburði sem þessa nánast alls staðar í vestrænu samfélagi. Er nauðsynlegt að bæði karlar og konur séu meðvituð um þessa fordóma? „Það þýðir ekkert að það sé bara annað kynið, því að við berum alveg jafn mikla ábyrgð." María Lilja Þrastardóttir, einn af skipuleggjendum göngunnar í Reykjavík var að vonum ánægð með góða mætingu. „Ég er mjög hrærð. Íslendingar eru mjög hugsandi og þeir ætla ekki að láta þetta viðgangast." Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Druslulega klæddir hópar gengu fylktu liði á hvorki meira né minna en fjórum stöðum á landinu í dag. Tilefnið var hin svokallaða drusluganga en upphaflega átti hún einungis að fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Áhugi Íslendinga lét þó ekki á sér standa og voru þrjár göngur skipulagðar til viðbótar, á Akureyri, Ísafirði og í Reykjanesbæ. Druslugöngunni er ætlað að uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. „Það skiptir ekki máli hverju maður klæðist, maður er aldrei ábyrgur fyrir því að manni er nauðgað," segir Margrét Erla Maack, þátttakandi göngunnar í Reykjavík. Fyrirmyndin er ganga sem haldin var í Toronto í apríl eftir að lögreglustjóri borgarinnar sagði að konur þyrftu að forðast að klæða sig eins og druslur til að verða ekki fórnarlömb nauðgana. Starri Hauksson, annar þátttakandi reykvísku göngunnar, segir þörf vera fyrir viðburði sem þessa nánast alls staðar í vestrænu samfélagi. Er nauðsynlegt að bæði karlar og konur séu meðvituð um þessa fordóma? „Það þýðir ekkert að það sé bara annað kynið, því að við berum alveg jafn mikla ábyrgð." María Lilja Þrastardóttir, einn af skipuleggjendum göngunnar í Reykjavík var að vonum ánægð með góða mætingu. „Ég er mjög hrærð. Íslendingar eru mjög hugsandi og þeir ætla ekki að láta þetta viðgangast."
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira