Innlent

Lögreglan litlu nær um heimsókn Ísraelsmanna

Lögreglan á Egilsstöðum er litlu nær um það hversvegna tuttugu Ísraelsmenn fylltu lögreglustöðina þar í gærkvöldi og virtist liggja eitthvað á hjarta, en töluðu bara hebresku.

Heimsóknina má rekja til þess að einn af sjö bílum, sem fólkið er á, fór útaf nálægt Egilsstöðum í gærkvöldi. Lögregla kom þar að og var undið í því að koma bílnum aftur upp á veginn og var hann óskemmdur.

Lögregla hafði  ekkert frekar við þetta að athuga, en hópurinn elti lögreglumennina niður á stöð einhverra óljósra erinda, en hélt loks á braut




Fleiri fréttir

Sjá meira


×