Á annað þúsund hafa greinst með lifrarbólgu 29. júlí 2011 19:06 Á annað þúsund manns hafa greinst með lifrarbólgu B eða C frá aldamótum. Sóttvarnalæknir segir um alvarlegan faraldur að ræða, en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir þungum áhyggjum af ástandinu á heimsvísu. Frá aldamótum hafa um 420 manns greinst með lifrarbólgu B hér á landi og 790 manns með lifrarbólgu C, alls fleiri en 1200 manns. Haraldur Briem, sóttavarnalæknir, segir að um gríðarlegan farald sé að ræða. „Hann byrjaði á 9. áratugnum og náði kannski hámarki fyrir 10 árum. Þetta er stórfaraldur. Ég vil benda á að það eru meðferðarmöguleikar. Það er hægt að lækna mjög marga sem sýkjast." Haraldur segir að það séu einkum fíklar sem smitast. Afar fátítt er að blóðþegar smitist af sjúkdómunum í seinni tíð eins og var. „Núorðið er þetta nánast eingöngu þeir sem eru sprauta sig með fíkniefnum." Að meðaltali greinast þannig 110 manns með annað hvort afbrigðið á ári hverju, en það jafngildir því að nýtt smit greinist á rúmlega þriggja daga fresti allan ársins hring. Haraldur segir að lifrarbólga C læknist aðeins í um þriðjungi tilfella, en viðvarandi sýking geti með tímanum leitt til skorpulifrar eða krabbameins. Því geti sjúkdómurinn orðið alvarlegt vandamál í framtíðinni. Alþjóðaheilbrigiðsstofnunin lýsir þungum áhyggjum af þessari þróun á heimsvísu þar sem meira en tugur milljóna er sýktur af lifrarbólguveiru, einkum sprautufíklar eins og hér, en meirihluti sprautufíkla í heiminum hefur komist í snertingu við eitthvert afbrigði veirunnar. „En það er þannig að til þess að verjast þessu þá gilda sömu lögmál og fyrir HIV. Menn verða að passa sig á að vera ekki að skiptast á sprautum og nálum," segir Haraldur. Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Á annað þúsund manns hafa greinst með lifrarbólgu B eða C frá aldamótum. Sóttvarnalæknir segir um alvarlegan faraldur að ræða, en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir þungum áhyggjum af ástandinu á heimsvísu. Frá aldamótum hafa um 420 manns greinst með lifrarbólgu B hér á landi og 790 manns með lifrarbólgu C, alls fleiri en 1200 manns. Haraldur Briem, sóttavarnalæknir, segir að um gríðarlegan farald sé að ræða. „Hann byrjaði á 9. áratugnum og náði kannski hámarki fyrir 10 árum. Þetta er stórfaraldur. Ég vil benda á að það eru meðferðarmöguleikar. Það er hægt að lækna mjög marga sem sýkjast." Haraldur segir að það séu einkum fíklar sem smitast. Afar fátítt er að blóðþegar smitist af sjúkdómunum í seinni tíð eins og var. „Núorðið er þetta nánast eingöngu þeir sem eru sprauta sig með fíkniefnum." Að meðaltali greinast þannig 110 manns með annað hvort afbrigðið á ári hverju, en það jafngildir því að nýtt smit greinist á rúmlega þriggja daga fresti allan ársins hring. Haraldur segir að lifrarbólga C læknist aðeins í um þriðjungi tilfella, en viðvarandi sýking geti með tímanum leitt til skorpulifrar eða krabbameins. Því geti sjúkdómurinn orðið alvarlegt vandamál í framtíðinni. Alþjóðaheilbrigiðsstofnunin lýsir þungum áhyggjum af þessari þróun á heimsvísu þar sem meira en tugur milljóna er sýktur af lifrarbólguveiru, einkum sprautufíklar eins og hér, en meirihluti sprautufíkla í heiminum hefur komist í snertingu við eitthvert afbrigði veirunnar. „En það er þannig að til þess að verjast þessu þá gilda sömu lögmál og fyrir HIV. Menn verða að passa sig á að vera ekki að skiptast á sprautum og nálum," segir Haraldur.
Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira