Hlaupið í rénun 13. júlí 2011 12:37 Mynd/vilhelm Hlaup sem hófst í vestanverðum Vatnajökli í gær virðist hafa náð hámarki og er nú í rénun. Tvö virkjanalón Landsvirkjunar, Hágöngulón og Þórisvatn, taka við vatninu og engin mannvirki eru talin í hættu. Órói á jarðskjálftamælum frá því í gærmorgun og fram yfir miðnætti benti til þess að um jökulhlaup væri að ræða. Vatnsborð í Hágöngulóni hækkaði um 70 sentimetra í nótt og morgun. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hugsanlegt að um eina spýju hafi verið að ræða. Úr Hágöngulóni fer hlaupið niður um Köldukvísl og þaðan í Þórisvatn. Hlaupið náði hámarki á milli klukkan tvö og fjögur síðastliðna nótt og þá var rennsli inn í lónið að meðaltali um 2000 rúmmetrar á sekúndu. Eftir það dró hratt úr hlaupinu og er rennsli inn í Hágöngulóni nú komið niður í 200 rúmmetra á sekúndu, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Lónið tók því að mestu við hlaupinu og umtalsverðra vatnavaxta er ekki að vænta neðan þess, hvorki í Köldukvísl né Þjórsá. Þó að vatnsmagn Köldukvíslar hafi aukist verulega er ekki mikilla vatnavaxta að vænta neðan lónsins. Hjörleifur telur líklegt að hlaupið megi rekja til hvera- og jarðhitavirkni við Skaftárkatla. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur fylgst náið með ástandinu og Landsvirkjun, Landsnet og lögreglustjórar hafa verið upplýst um stöðuna. Flogið verður yfir vestanverðan Vatnajökul um leið og tækifæri gefst en eins og stendur er skýjahula yfir jöklinum. Vísindamenn fylgjast með framvindunni og eru í nánu samstarfi við almannavarnadeild. Tengdar fréttir Jökulhlaup undan Vatnajökli Jökulhlaup virðist vera hafið undan Köldukvíslarjökli, sem er í vestanverðum Vatnajökli. Vatnsborð í Hágöngulóni hækkaði um 70 sentimetra í nótt og morgun, að sögn Hjörleifs Sveinbjörnssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 13. júlí 2011 11:16 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Hlaup sem hófst í vestanverðum Vatnajökli í gær virðist hafa náð hámarki og er nú í rénun. Tvö virkjanalón Landsvirkjunar, Hágöngulón og Þórisvatn, taka við vatninu og engin mannvirki eru talin í hættu. Órói á jarðskjálftamælum frá því í gærmorgun og fram yfir miðnætti benti til þess að um jökulhlaup væri að ræða. Vatnsborð í Hágöngulóni hækkaði um 70 sentimetra í nótt og morgun. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hugsanlegt að um eina spýju hafi verið að ræða. Úr Hágöngulóni fer hlaupið niður um Köldukvísl og þaðan í Þórisvatn. Hlaupið náði hámarki á milli klukkan tvö og fjögur síðastliðna nótt og þá var rennsli inn í lónið að meðaltali um 2000 rúmmetrar á sekúndu. Eftir það dró hratt úr hlaupinu og er rennsli inn í Hágöngulóni nú komið niður í 200 rúmmetra á sekúndu, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Lónið tók því að mestu við hlaupinu og umtalsverðra vatnavaxta er ekki að vænta neðan þess, hvorki í Köldukvísl né Þjórsá. Þó að vatnsmagn Köldukvíslar hafi aukist verulega er ekki mikilla vatnavaxta að vænta neðan lónsins. Hjörleifur telur líklegt að hlaupið megi rekja til hvera- og jarðhitavirkni við Skaftárkatla. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur fylgst náið með ástandinu og Landsvirkjun, Landsnet og lögreglustjórar hafa verið upplýst um stöðuna. Flogið verður yfir vestanverðan Vatnajökul um leið og tækifæri gefst en eins og stendur er skýjahula yfir jöklinum. Vísindamenn fylgjast með framvindunni og eru í nánu samstarfi við almannavarnadeild.
Tengdar fréttir Jökulhlaup undan Vatnajökli Jökulhlaup virðist vera hafið undan Köldukvíslarjökli, sem er í vestanverðum Vatnajökli. Vatnsborð í Hágöngulóni hækkaði um 70 sentimetra í nótt og morgun, að sögn Hjörleifs Sveinbjörnssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 13. júlí 2011 11:16 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Jökulhlaup undan Vatnajökli Jökulhlaup virðist vera hafið undan Köldukvíslarjökli, sem er í vestanverðum Vatnajökli. Vatnsborð í Hágöngulóni hækkaði um 70 sentimetra í nótt og morgun, að sögn Hjörleifs Sveinbjörnssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 13. júlí 2011 11:16