Lífið

Daniel Baldwin sækir um lögskilnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Baldwin sækir um lögskilnað. Mynd/ AFP.
Baldwin sækir um lögskilnað. Mynd/ AFP.
Einn Baldwin bræðranna, Daníel Baldwin, hefur sótt um lögskilnað frá Joanne, eiginkonu sinni til fjögurra ára. Hann sótti um tímabundið nálgunarbann á eiginkonuna í gær.

„Vegna nýlegra atburða á heimili okkar og til að tryggja öryggi barna minna og sjálfs míns hef ég tekið þessa ákvörðun,“ segir Daneil. Hann segist hafa átt sjálfur við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða fyrir mörgum árum og viti hve erfið sú staða sé.

Daniel og Joanne hafa verið gift frá árinu 2007. Þau eiga tvö börn. Daniel fer með forræðið yfir þeim, eftir því sem fram kemur á slúðurvefnum TMZ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.