Erlent

Verstu skógareldar í áratugi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Króatískir slökkviliðsmenn berjast við eldana. Mynd/ afp.
Króatískir slökkviliðsmenn berjast við eldana. Mynd/ afp.
Verstu skógareldar í Króatíu í áratugi geysa nú eftir að ferðamenn sem voru að grilla á eyjunni Brak kveiktu óvart í.

Fréttastofan HINA segir að enginn hafi slasast og engar byggingar brunnið. Í gær hafi tekist að bjarga smala sem gætti að búfé sínu. Sjónarvottar segja að eldurinn sé sýnilegur frá vinsæla ferðamannastaðnum Split á meginlandi Króatíu.

Frá því á fimmtudaginn hafa brunnið um fjögur þúsund hektarar af skógi vöxnu landi, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Aftenposten. Um 230 manns hafa yfirgefið eyjuna vegna eldanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×