Erlent

Hætta að kenna tengiskrift

Mynd/AP
Sífellt færri bandarísk börn þurfa nú að hafa áhyggjur af rithandarprófum, þar sem 41 af 50 fylkjum Bandaríkjanna hafa fjarlægt tengiskrift af lista yfir fög sem skólum ber skylda til að kenna. Þess í stað er lögð meiri áhersla á að auka vélritunarfærni nemenda.

Kennurum er þó enn frjálst að kenna nemendum sínum tengiskrift og svo virðist sem flestir geri það enn, en samkvæmt fréttastofunni Local 12, sem starfar í Ohio, hafa sumir skólar í New York fylki þegar losað sig algerlega við rithandarformið úr kennslustofum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×