Fótbolti

Jack Warner varaforseti FIFA sagði af sér

Jack Warner, varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA sagði í dag af sér en hann hefur verið eitt helsta fréttaefnið í fótboltaveröldinni undanfarnar vikur og mánuði.
Jack Warner, varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA sagði í dag af sér en hann hefur verið eitt helsta fréttaefnið í fótboltaveröldinni undanfarnar vikur og mánuði. Nordic Photos/Getty Images
Jack Warner, varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA sagði í dag af sér en hann hefur verið eitt helsta fréttaefnið í fótboltaveröldinni undanfarnar vikur og mánuði. Warner hefur verið sakaður um óheildindi í starfi sínu hvað varðar umsóknarferlið fyrir HM í fótbolta og ýmislegt fleira.

Hann fékk t.d. ekki að taka þátt í kosningunni um HM 2018 og 2022 vegna ásakana um að hafa þegið fé af umsóknaraðilum. Warner hefur setið lengst allra í framkvæmdastjórn FIFA en hann hefur eins og áður segir sagt af sér.

Í yfirlýsingu frá FIFA er Warner þakkað fyrir góð störf í þágu fótboltans undanfarin þrjátíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×