Erlent

Baráttumaður myrtur í Brasilíu

Enn einn baráttumaðurinn gegn ólögmætu skógarhöggi í Amazon skóginum fannst myrtur í gær. Um er að ræða 31 árs gamlan karlmann sem var skotinn í höfuðið, en síðast sást til mannsins eiga í útistöðum við nokkra skógarhöggsmenn.

Þetta er fimmta morðið á nokkrum vikum sem tengist deilum um skógarhögg í Amazon. Stjórnvöld í Brasilíu segja að mjög hafi dregið úr skógarhöggi í Amazon á undanförnum árum en engu að síður er enn mikið um ólöglegt skógarhögg á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×