Uppsetning á tölvukerfi í uppnámi vegna ágreinings um ESB-styrki Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2011 20:10 Uppsetning á tölvukerfi fyrir nýtt tollkerfi, sem er ófrávíkjanlegt skilyrði aðildar að Evrópusambandinu, er í uppnámi vegna ágreinings innan ríkisstjórnar um móttöku styrkja. Utanríkisráðherra segir að greitt verði fyrir kerfið með skattfé fáist ekki styrkir. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um mótun samningsmarkmiða fyrir landbúnað vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna en Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill halda til streitu kröfu um fullkomna tollvernd íslenskra matvæla. En það er fleira sem tefur viðræðurnar. Setja þarf upp nýtt tölvukerfi fyrir tolla og uppsetning slíks kerfis er á forræði fjármálaráðuneytisins. Evrópusambandið hefur boðist til að greiða fyrir uppsetningu kerfisins, sem kostar jafnvirði fjögurra milljarða króna, með svokölluðum IPA-styrk. Styrkir ESB til ríkja í aðildarviðræðum eru tvenns konar. Annars vegar áðurnefndur IPA-styrkur sem er beinn fjárstuðningur og hinsvegar TAIEX styrkir sem eru sérfræðiaðstoð. Aðeins hefur náðst eining í ríkisstjórninni um síðarnefndu styrkina. Núverandi tölvukerfi fyrir tollinn er „ævafornt," svo notað sé orðalag embættismanna. Og hvort sem Ísland gengur inn í ESB eða ekki er nauðsynlegt að uppfæra kerfið sem sett var upp á níunda áratug síðust aldar. Hefur þetta valdið nokkrum áhyggjum meðal þeirra sem stýra aðildarviðræðunum, því uppsetning kerfisins er algjört skilyrði aðildar. Uppsetningin gæti tekið þrjú til fjögur ár og það þarf að vera tilbúið áður en til aðildar kemur. Það er því algjört lykilatriði að mati þeirra sem standa nálægt viðræðunum að nú þegar verði hafin vinna við uppsetningu kerfisins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er hlynntur því að ESB greiði fyrir kerfið og segir að málið sé ekki útrætt innan ríkisstjórnarinnar. „Sambandið er reiðubúið að greiða fyrir kerfið svo ríkið verði hæfur samstarfsaðili. Þetta stendur til boða. Ef að menn vilja það ekki, sem að engin niðurstaða er komin um, vegna þess að við höfum ekki komist það langt að taka ákvörðun um það, þá verða menn að fara aðra leið, sem er sú að ríkið greiði (fyrir uppsetninguna innsk.blm)," segir Össur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Uppsetning á tölvukerfi fyrir nýtt tollkerfi, sem er ófrávíkjanlegt skilyrði aðildar að Evrópusambandinu, er í uppnámi vegna ágreinings innan ríkisstjórnar um móttöku styrkja. Utanríkisráðherra segir að greitt verði fyrir kerfið með skattfé fáist ekki styrkir. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um mótun samningsmarkmiða fyrir landbúnað vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna en Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill halda til streitu kröfu um fullkomna tollvernd íslenskra matvæla. En það er fleira sem tefur viðræðurnar. Setja þarf upp nýtt tölvukerfi fyrir tolla og uppsetning slíks kerfis er á forræði fjármálaráðuneytisins. Evrópusambandið hefur boðist til að greiða fyrir uppsetningu kerfisins, sem kostar jafnvirði fjögurra milljarða króna, með svokölluðum IPA-styrk. Styrkir ESB til ríkja í aðildarviðræðum eru tvenns konar. Annars vegar áðurnefndur IPA-styrkur sem er beinn fjárstuðningur og hinsvegar TAIEX styrkir sem eru sérfræðiaðstoð. Aðeins hefur náðst eining í ríkisstjórninni um síðarnefndu styrkina. Núverandi tölvukerfi fyrir tollinn er „ævafornt," svo notað sé orðalag embættismanna. Og hvort sem Ísland gengur inn í ESB eða ekki er nauðsynlegt að uppfæra kerfið sem sett var upp á níunda áratug síðust aldar. Hefur þetta valdið nokkrum áhyggjum meðal þeirra sem stýra aðildarviðræðunum, því uppsetning kerfisins er algjört skilyrði aðildar. Uppsetningin gæti tekið þrjú til fjögur ár og það þarf að vera tilbúið áður en til aðildar kemur. Það er því algjört lykilatriði að mati þeirra sem standa nálægt viðræðunum að nú þegar verði hafin vinna við uppsetningu kerfisins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er hlynntur því að ESB greiði fyrir kerfið og segir að málið sé ekki útrætt innan ríkisstjórnarinnar. „Sambandið er reiðubúið að greiða fyrir kerfið svo ríkið verði hæfur samstarfsaðili. Þetta stendur til boða. Ef að menn vilja það ekki, sem að engin niðurstaða er komin um, vegna þess að við höfum ekki komist það langt að taka ákvörðun um það, þá verða menn að fara aðra leið, sem er sú að ríkið greiði (fyrir uppsetninguna innsk.blm)," segir Össur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira