Innlent

Sjómannadeginum fagnað víða

Frá sjómannadeginum á síðasta ári.
Frá sjómannadeginum á síðasta ári.
Hátíð hafsins hefst í dag en þar er strandmenningu gert hátt undir höfði í tengslum við sjómannadaginn sem er á morgun.

Gömlu verbúðirnar á Granda munu iða af lífi en meðal skemmtiatriða er sagnastund fyrrverandi skipsmanna á varðskipinu Óðni auk þess sem Sæbjörgin, skip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, býður upp á skemmtisiglingar fyrir fjölskylduna.

Í Grindavík verður hátíðin Sjóarinn síkáti haldin þar sem meðal annars verður reynt að slá Íslandsmet í flökun og á Akureyri er sjómannadagshelgin kölluð Einn á báti með skemmtiatriðum, reipitogi og koddaslag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×