Íslenski boltinn

Ingólfur er tilbúinn að ganga langt til þess að losna frá KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson, 18 ára leikmaður KR í Pepsi-deild karla, er allt annað en sáttur með sína stöðu hjá félaginu en þetta kemur fram í viðtalið við leikmanninn inn á fótbolta.net.

Fótbolti.net segir að Ingólfur hafi sett inn skilaboð til ungra leikmanna á twittersíðu sína í gær þar sem að hann hafi ráðlagt þeim að halda sig frá KR. Hann tók hana síðan út tíu mínútum síðar.

„Þetta var með vilja gert. Ég setti þetta inn í tíu mínútur því ég ætla að gera það sem ég get gert til að losna. Þetta er hvorki gáfuleg leið né töff en ég ætla að losna og er tilbúinn að ganga eins langt og til þarf," segir Ingólfur í viðtalinu við fótbolt.net.

„Þegar ég samdi við þá var því lofað að ég fengi mikið að spila. Svo korteri fyrir mót er sagt bara: Nei vinur. Ég er að reyna að losna frá KR. Ég er búinn að reyna að fara auðveldu leiðina með því að tala við þá en það hefur ekki gengið," segir Ingólfur ennfremur í umræddu viðtali á fótbolta.net sem má finna í heild sinni með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×